6. mars - Tvær bandarískar konur fórust þegar tveggja hreyfla vél þeirra hrapaði í hafið skammt vestur af Vestmannaeyjum.
7. mars - Sprenging í flugeldaverksmiðju í Fanglin í Kína varð tugum barna að bana. Börnin voru neydd til að búa til flugelda í skólanum.
7. mars - Sjö manns voru dæmd fyrir peningaþvætti í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta var í fyrsta skipti sem dæmt var eftir lögum um peningaþvætti á Íslandi.
17. mars - Kosning um framtíð Reykjavíkurflugvallar fór fram í Reykjavík. Aðeins 37% borgarbúa tóku þátt þannig að kosningin var ekki bindandi. Naumur meirihluti vildi að flugvöllurinn yrði fluttur.
20. mars - Stærsti fljótandi olíuborpallur heims, Petrobras 36, sökk við strendur Brasilíu.
23. mars - Rússneska geimstöðin Mír hrapaði til jarðar í Kyrrahafið úti fyrir ströndum Nýja Sjálands.
1. apríl - Bandarísk njósnaflugvél lenti í árekstri við kínverska orrustuflugvél. Kínverski flugmaðurinn fannst aldrei en 10 manna áhöfn bandarísku flugvélarinnar nauðlenti í Kína, var handtekin og haldið í 10 daga.
18. júlí - 60 vagna járnbrautarlest fór út af teinunum í göngum í Baltimore í Bandaríkjunum. Eldur kviknaði og stóð í marga daga og varð til þess að miðborg Baltimore lokaðist.
19. júlí - Breski stjórnmálamaðurinn Jeffrey Archer var dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir að bera ljúgvitni.
1. október - Skæruliðar réðust á þinghúsið í Srinagar í Kasmír og myrtu 38.
1. október - Mikil sprenging varð í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Eldur kom upp en engan sakaði. Talið er að skammhlaup í gömlum rafmagnstöflum hafi valdið sprengingunni.
18. desember - Samkeppniseftirlitið framkvæmdi húsleit hjá olíufélögunum fjórum: Ker hf. (áður Olíufélagið hf.), Olíuverzlun Íslands hf., Skeljungur hf. og Bensínorkan ehf. sem leiddi að dómsmáli um samráð olíufélaganna.