|
Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein.Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
Henry Lee Lucas (23. ágúst 1936 – 13. mars 2001) var einn af umdeildustu raðmorðingjum 20. aldarinnar. Hann er talinn hafa átt þátt í allt að 350 morðum. Hann átti góðvin að nafni Ottis Toole sem er talinn hafa hjálpað honum í öllum hans morðum.
Æska og uppvöxtur
Henry Lee Lucas fæddist í Blacksburg í Virginíu inn í mjög erfiða fjölskyldu. Faðir hans hét Anderson Lucas. Hann missti báða fætur sína í lestarslysi þegar Henry var 4 ára gamall. Móðir hans, Viola Dixon Vaughn vann sem vændiskona og lét Henry oft horfa á hana stunda samfarir við hina ýmsu kúnna. Hún klæddi hann oft í kvenmannsföt og kom illa fram við hann.
Morð og dómur
Þegar Henry Lee var í sjötta bekk flúði hann að heiman. Hann snéri aftur nokkrum árum seinna og myrti móður sína. Henry fékk 20-40 ára dóm en slapp út eftir 10 vegna góðar hegðunar. Hann flakkaði síðan um suðurríki Bandaríkjanna og fór frá starfi til starfs og myrti að vild. Hann kynntist manni að nafni Ottis Toole sem varð mjög góður og traustur vinur hans. Ottis átti litla frænku sem hét Frieda. Henry átti í sterku ástarsambandi við hana. Hann var handtekinn 11 júní 1983. Réttarhöldin yfir honum voru mjög löng vegna fjölda játninga hans. Að lokum var hann dæmdur fyrir 11 morð og fékk þrefaldan dauðadóm fyrir verk sín. Hann lést 13 mars 2001 úr hjartabilun.