Lög og réttlæti (pólska: Prawo i Sprawiedliwość, skammstöfun PiS) er þjóðernissinnaður íhaldssamur stjórnmálaflokkur í Póllandi. Flokkurinn var stofnaður árið 2001 af bræðunum Lech og Jarosław Kaczyński.
Flokkurinn sigraði í kosningunum árið 2005 og Lech Kaczýnski var kosinn til forsetaembættis.[1] Jarosław var í stöðu forsætisráðherra en boðaði til kosninga árið 2007, þar sem flokkurinn endaði í öðru sæti á eftir Borgaraflokknum (Platforma Obywatelska).[2] Nokkrir framstæðir leiðtogar flokksins, þar á meðal Lech Kaczýnski, létust í flugslysi árið 2010.[3]
Árið 2015 var frambjóðandi flokksins, Andrzej Duda, kjörinn forseti Póllands.[4] Í kjölfarið fékk flokkurinn meirihluta í þingkosningunum. Flokkurinn fór fyrir ríkisstjórn Póllands frá 2015 til 2023, fyrst undir forsæti Beatu Szydło og síðan Mateuszar Morawiecki. Í þingkosningum árið 2023 vann bandalag frjálslyndra stjórnarandstöðuflokka samanlagðan meirihluta á þingi og batt enda á stjórn Laga og réttlætis.[5]
bæjarstjórar