1. júlí
1. júlí er 182. dagur ársins (183. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 183 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
- 1346 - Karl 4. af Lúxemborg varð keisari hins Heilaga rómverska ríkis.
- 1419 - Eiríkur af Pommern var hylltur sem konungur á Alþingi en um leið notuðu þingmenn tækifærið til að kvarta yfir því að um langt skeið hefðu ekki komið sex skip af Noregi árlega eins og kveðið var á um í Gamla sáttmála.
- 1490 - Píningsdómur var samþykktur á Alþingi. Hann ógilti fyrra samkomulag Danakonungs og Englendinga.
- 1520 - La Noche Triste, stórorrusta milli Spánverja og Asteka átti sér stað á brú við borgina Tenochtitlán þar sem 400 Spánverjar og 2.000 innfæddir bandamenn þeirra týndu lífinu. Foringi Spánverja, Hernán Cortés, slapp naumlega.
- 1569 - Pólland og Litháen sameinuðust og mynduðu Pólsk-litháíska samveldið.
- 1623 - Regensen („Garður“) í Kaupmannahöfn var vígður.
- 1644 - Orrustan á Kolbergerheiði: Svíar biðu ósigur gegn Dönum í sjóorrustu.
- 1754 - Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson gengu á Snæfellsjökul fyrstir manna svo vitað sé.
- 1845 - Fyrsti fundur endurreists Alþingis haldinn á sal hins nýja húss Lærða skólans í Reykjavík.
- 1867 - Þrjú fylki í Kanada fengu eigin stjórnarskrá og mynduðu „sjálfstjórnarsvæðið Kanada“
- 1875 - Alþingi tók til starfa sem löggjafarþing samkvæmt nýrri stjórnarskrá. Jón Sigurðsson var forseti neðri deildar og sameinaðs þings, en Pétur Pétursson var forseti efri deildar.
- 1881 - Alþingi kom saman í fyrsta sinn í Alþingishúsinu við Austurvöll. Hornsteinn hússins var lagður rúmu ári áður.
- 1886 - Landsbanki Íslands, fyrsti banki á Íslandi, hóf starfsemi sína við Bakarastíg í Reykjavík og var í byrjun opinn tvo daga í viku. Fljótlega fékk gatan nafnið Bankastræti.
- 1896 - Dagskrá, fyrsta dagblað á Íslandi, hóf göngu sína. Eigandi þess og ritstjóri var Einar Benediktsson.
- 1904 - Sumarólympíuleikar hófust í bandarísku borginni St. Louis.
- 1908 - Páll Einarsson tók til starfa sem fyrsti borgarstjórinn í Reykjavík.
- 1916 - Orrustan við Somme hófst í Frakklandi.
- 1919 - Stofnendur Morgunblaðsins seldu það nýstofnuðum félagsskap sem kallaðist Fjelag í Reykjavík, síðar útgáfufélagið Árvakur.
- 1922 - Fyrsta útvarpsauglýsingin var send út í Bandaríkjunum.
- 1926 - Landhelgisgæsla Íslands var stofnuð.
- 1928 - Líflátshegning var afnumin á Íslandi og hafði ekki verið beitt í nær heila öld.
- 1930 - Búnaðarbanki Íslands tók til starfa.
- 1931 - Þýska loftskipið Graf Zeppelin kom til Reykjavíkur með póst og tók hér fyrsta flugpóst til útlanda. Þetta var önnur koma loftskipsins til landsins.
- 1933 - Öll almenningssamgöngufyrirtæki í London sameinuðust í eitt fyrirtæki, London Transport.
- 1934 - Markarfljótsbrú var vígð og var þá lengsta brú landsins, 242 metrar á lengd.
- 1940 - Tacoma Narrows-brúin var opnuð. Hún hrundi fjórum mánuðum síðar.
- 1941 - Bandaríkin tóku upp stjórnmálasamband við Ísland fyrst allra ríkja. Með þessu viðurkenndu þau í raun sjálfstæði landsins í utanríkismálum 3 árum fyrir lýðveldisstofnunina.
- 1956 - Skálholtshátíð var haldin til að minnast níu alda biskupsdóms á Íslandi.
- 1957 - Vilhjálmur Einarsson setti Íslandsmet í þrístökki, 7,46 metra, og stóð það í 27 ár.
- 1958 - Ný umferðarlög tóku gildi á Íslandi og hækkuðu hámarkshraða í þéttbýli úr 30 í 45 km/klst og utan þéttbýlis úr 60 í 70 km/klst. Um leið lækkaði bílprófsaldur úr 18 árum í 17 ár.
- 1960 - Sómalía fékk sjálfstæði frá Bretlandi og Ítalíu.
- 1961 - Ragnar Jónsson í Smára gaf Alþýðusambandi Íslands 120 listaverk, sem urðu stofninn að Listasafni ASÍ.
- 1962 - Rúanda og Búrúndí fengu sjálfstæði frá Belgíu.
- 1965 - Landsvirkjun var stofnuð af íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg.
- 1967 - Orkustofnun var stofnuð á Íslandi.
- 1969 - Borðtennisdeild KR var stofnuð í Reykjavík.
- 1975 - Samningur um alþjóðaverslun með tegundir í útrýmingarhættu tók gildi.
- 1979 - Tollur var felldur niður af reiðhjólum á Íslandi og jókst þá innflutningur þeirra til muna.
- 1986 - Guðrún Erlendsdóttir varð Hæstaréttardómari fyrst íslenskra kvenna.
- 1988 - DAX-vísitalan hóf göngu sína í Þýskalandi.
- 1990 - Innleiðing Efnahags- og myntbandalags Evrópu hófst.
- 1991 - Varsjárbandalagið var formlega leyst upp.
- 1991 - Einkaleyfastofan var sett á laggirnar á Íslandi.
- 1992 - Aðskilnaður var gerður á milli dómsvalds og umboðsvalds sýslumanna á Íslandi.
- 1996 - Ný lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins tóku gildi á Íslandi. Þau fólu meðal annars í sér afnám æviráðningar opinberra starfsmanna.
- 1997 - Stjórn Hong Kong færðist til Kínverska alþýðulýðveldisins.
- 1997 - Ný lögreglulög tóku gildi á Íslandi og embætti ríkislögreglustjóra var búið til.
- 2000 - Eyrarsundsbrúin milli Danmerkur og Svíþjóðar var opnuð.
- 2000 - Kristnihátíðin var sett á Þingvöllum. Fjöldi gesta á hátíðinni reyndist mun minni en búist hafði verið við.
- 2001 - Strætó bs. var stofnað með sameiningu Strætisvagna Reykjavíkur og Almenningsvagna.
- 2003 - Íslenskar orkurannsóknir tóku til starfa.
- 2004 - Horst Köhler tók við embætti forseta Þýskalands af Johannesi Rau.
- 2004 - OpenStreetMap-verkefninu var hleypt af stokkunum.
- 2005 - Dekkjaverkstæðið Kjalfell ehf tók til starfa á Blönduósi.
- 2005 - Samkeppniseftirlitið tók við hlutverki Samkeppnisstofnunar á Íslandi.
- 2006 - Qinghai-Tíbet-járnbrautin, hæsta járnbraut heims, hóf rekstur í tilraunaskyni.
- 2007 - Hólaskóli varð háskóli.
- 2007 - Ný lög um kosningarétt tóku gildi í Austurríki. Lögin veita Austurríkismönnum kosningarétt frá 16 ára aldri.
- 2007 - Reykingabann tók gildi á vinnustöðum og almannafæri í Englandi.
- 2007 - Reykingabann tók gildi á öllum veitinga- og skemmtistöðum í Nýju-Suður-Wales og Victoriu í Ástralíu.
- 2008 - Athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson keypti stórhýsið Fríkirkjuveg 11 í Reykjavík.
- 2008 - Hitaveitu Suðurnesja var skipt upp í HS Orku og HS Veitur.
- 2008 - Tækniskólinn var stofnaður í Reykjavík með sameiningu Fjöltækniskólans og Iðnskólans í Reykjavík.
- 2008 - Kennaraháskóli Íslands varð Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
- 2010 - Herskylda var afnumin í Svíþjóð.
Fædd
- 1506 - Lúðvík 2., konungur Ungverjalands og Bæheims (d. 1526).
- 1534 - Friðrik 2. Danakonungur (d. 1588).
- 1646 - Gottfried Wilhelm von Leibniz, þýskur stærðfræðingur og heimspekingur (d. 1716).
- 1804 - George Sand, franskur rithöfundur (d. 1876).
- 1805 - Skapti Skaptason, íslenskur smáskammtalæknir (d. 1869).
- 1863 - Theódóra Thoroddsen, íslenskur rithöfundur (d. 1954).
- 1872 - Matthías Þórðarson, íslenskur útgerðarmaður (d. 1959).
- 1879 - Léon Jouhaux, franskur verkalýðsleiðtogi og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1954).
- 1889 - Vera Mukhina, rússneskur myndhöggvari (d. 1953).
- 1916 - Olivia de Havilland, bresk-bandarísk leikkona.
- 1937 - Heimir Steinsson, íslenskur prestur (d. 2000).
- 1945 - Debbie Harry, bandarísk söngkona.
- 1952 - Dan Aykroyd, kanadískur gamanleikari.
- 1955 - Li Keqiang, kínverskur stjórnmálamaður (d. 2023).
- 1955 - Augusto De Luca, ítalskur ljósmyndari.
- 1959 - Naoji Ito, japanskur knattspyrnumaður.
- 1961 - Díana, prinsessa af Wales (d. 1997).
- 1961 - Carl Lewis, bandarískur íþróttamaður.
- 1967 - Pamela Anderson, kanadísk-bandarísk leikkona og fyrirsæta.
- 1972 - Claire Forlani, ensk leikkona.
- 1976 - Ruud van Nistelrooy, hollenskur knattspyrnumaður.
- 1976 - Patrick Kluivert, hollenskur knattspyrnumaður.
- 1977 - Liv Tyler, bandarísk leikkona.
- 1978 - Eiríkur Örn Norðdahl, íslenskur rithöfundur.
- 1986 - Agnes Monica, indónesísk söngkona.
- 1991 - Atli Sigurjónsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1992 - Ásgeir Trausti, íslenskur tónlistarmaður.
- 1998 - Mikael Anderson, íslenskur knattspyrnumaður.
Dáin
- 1566 - Nostradamus, franskur stjörnuspekingur (f. 1503).
- 1681 - Oliver Plunkett, írskur dýrlingur (f. 1629).
- 1782 - Charles Watson-Wentworth, markgreifi af Rockingham og forsaetisradherra Bretlands (f. 1730).
- 1876 - Mikhail Bakunin, rússneskur stjórnleysingi (f. 1814).
- 1896 - Harriet Beecher Stowe, bandarískur rithöfundur (f. 1811).
- 1934 - Ernst Röhm, þýskur nasisti (f. 1887).
- 1964 - Sigurd Islandsmoen, norskt tónskáld (f. 1881).
- 1974 - Juan Domingo Perón, forseti Argentínu (f. 1895).
- 1980 - Tadao Takayama, japanskur knattspyrnumaður (f. 1904).
- 1983 - Buckminster Fuller, bandarískur arkitekt (f. 1895).
- 1991 - Alfred Eisenbeisser, rúmenskur knattspyrnu- og skautakappi (f. 1908)
- 1994 - Óskar Aðalsteinn Guðjónsson, íslenskur rithöfundur (f. 1919).
- 2004 - Marlon Brando, bandarískur leikari (f. 1924).
- 2006 - Ryūtarō Hashimoto, forsætisráðherra Japans (f. 1937).
- 2009 - Karl Malden, bandarískur leikari (f. 1912).
- 2013 - Róbert Arnfinnsson, íslenskur leikari (f. 1923).
- 2022 - Örn Steinsen, íslenskur knattspyrnumaður og þjálfari (f. 1940)
Mánuðir og dagar ársins |
---|
Janúar | |
---|
Febrúar | |
---|
Mars | |
---|
Apríl | |
---|
Maí | |
---|
Júní | |
---|
Júlí | |
---|
Ágúst | |
---|
September | |
---|
Október | |
---|
Nóvember | |
---|
Desember | |
---|
Tengt efni | |
---|
|
|