6. mars - Téténskir uppreisnarmenn réðust á höfuðstöðvar rússneska hersins í Grosní með þeim afleiðingum að 70 rússneskir hermenn og 130 uppreisnarmenn létu lífið.
13. mars - Thomas Hamilton ruddist inn í leikfimisal grunnskólans í Dunblane í Skotlandi og skaut á allt kvikt og myrti sextán börn á aldrinum fimm til sex ára, auk þess sem hann skaut kennara þeirra til bana og særði tólf önnur börn. Hann beindi síðan byssu að sjálfum sér og svipti sig lífi.
15. mars - Hollenski flugvélaframleiðandinn Fokker varð gjaldþrota.
1. júlí - Ný lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins tóku gildi á Íslandi. Þau fólu meðal annars í sér afnám æviráðningar opinberra starfsmanna.
2. október - Aeroperú flug 603 hrapaði í Kyrrahafið þegar öll tæki um borð biluðu skömmu eftir flugtak frá Límaflugvelli í Perú. Allir um borð, 70 að tölu, fórust.
23. nóvember - Ethiopian Airlines flugi 961 var rænt. Flugvélin hrapaði síðan í Indlandshaf þegar hún varð uppiskroppa með eldsneyti. 125 af 175 um borð fórust.
25. desember - Líbýskt flutningaskip rakst á vélbát með fjölda flóttafólks um borð. 283 drukknuðu í þessu mannskæðasta sjóslysi Miðjarðarhafsins frá lokum Síðari heimsstyrjaldar.