François Mitterrand

François Mitterrand
Mitterrand árið 1984.
Forseti Frakklands
Í embætti
21. maí 1981 – 17. maí 1995
ForsætisráðherraPierre Mauroy
Laurent Fabius
Jacques Chirac
Michel Rocard
Édith Cresson
Pierre Bérégovoy
Édouard Balladur
ForveriValéry Giscard d'Estaing
EftirmaðurJacques Chirac
Persónulegar upplýsingar
Fæddur26. október 1916
Jarnac, Frakklandi
Látinn8. janúar 1996 (79 ára) París, Frakklandi
DánarorsökKrabbamein í blöðruhálskirtli
StjórnmálaflokkurSósíalistaflokkurinn
MakiDanielle Gouze
HáskóliParísarháskóli
Sciences Po
Undirskrift

François Mitterrand (26. október 1916 – 8. janúar 1996) var forseti Frakklands á árunum 1981 til 1995. Hann var fyrsti forseti fimmta lýðveldisins sem kom úr Sósíalistaflokknum og jafnframt sá forseti þess sem sat lengst við völd.

Á stríðsárunum var Mitterrand í fyrstu embættismaður hjá Vichy-stjórninni en gekk til liðs við andspyrnuhreyfinguna undir lok stríðsins. Á tíma fjórða franska lýðveldisins gegndi hann ellefu sinnum ráðherraembætti, þar á meðal embætti innanríkisráðherra, Evrópumálaráðherra og dómsmálaráðherra.

Mitterrand var andsnúinn endurkomu Charles de Gaulle á pólitíska sviðið og bauð sig fram gegn honum í forsetakosningunum 1965 en náði ekki kjöri. Árið 1971 var Mitterrand kjörinn aðalritari hins nýstofnaða franska Sósíalistaflokks. Sem slíkur bauð hann sig aftur fram í forsetakosningum Frakka árið 1974 en tapaði fyrir Valéry Giscard d'Estaing.

Mitterrand bauð sig aftur fram gegn Giscard d’Estaing árið 1981 og náði loks kjöri með 51,76 % atkvæða. Hann varð tuttugasti og fyrsti forseti franska lýðveldisins og fjórði forseti fimmta lýðveldisins. Hann bauð franska Kommúnistaflokknum sæti í fyrstu ríkisstjórn sinni og hlaut talsverða gagnrýni fyrir. Kommúnistunum tókst ekki nýta samstarfið til að auka fylgi sitt og misstu þess í stað fylgi til Sósíalistaflokks Mitterrand sem varð í kjölfarið áhrifamesti stjórnmálaflokkur franska vinstrisins.

Sem forseti stóð Mitterrand fyrir afnámi dauðarefsingarinnar árið 1981, hernaðarafskiptum Frakka í Persaflóastríðinu 1991 og aðild Frakka að Maastrichtsáttmálanum 1992. Vegna taps Sósíalistaflokksins í þingkosningum neyddist Mitterrand tvisvar til þess að mynda stjórnarsamstarf við hægriflokka undir stjórn Jacques Chirac (1986 – 1988) og Édouard Balladur (1993 – 1995).

Mitterrand dó vegna krabbameins í blöðruhálskirtli árið 1996, aðeins tæpum átta mánuðum eftir að hann steig úr embætti.

Heimild


Fyrirrennari
Valéry Giscard d'Estaing
Forseti Frakklands
1981 — 1995
Eftirmaður
Jacques Chirac


Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!