Jacques Chirac

Jacques Chirac
Chirac árið 1997.
Forseti Frakklands
Í embætti
17. maí 1995 – 16. maí 2007
ForsætisráðherraAlain Juppé
Lionel Jospin
Jean-Pierre Raffarin
Dominique de Villepin
ForveriFrançois Mitterrand
EftirmaðurNicolas Sarkozy
Forsætisráðherra Frakklands
Í embætti
27. maí 1974 – 26. ágúst 1976
ForsetiValéry Giscard d'Estaing
ForveriPierre Messmer
EftirmaðurRaymond Barre
Í embætti
20. mars 1986 – 10. maí 1988
ForsetiFrançois Mitterrand
ForveriLaurent Fabius
EftirmaðurMichel Rocard
Persónulegar upplýsingar
Fæddur29. nóvember 1932
París, Frakklandi
Látinn26. september 2019 (86 ára) París, Frakklandi
MakiBernadette de Courcel (g. 1956)
BörnLaurence, Claude
HáskóliInstitut d'études politiques de Paris
École nationale d'administration
Undirskrift

Jacques René Chirac (29. nóvember 1932 – 26. september 2019[1]) var franskur stjórnmálamaður og fyrrverandi forseti Frakklands. Hann var kosinn í embætti árið 1995 og aftur 2002 en síðara kjörtímabil hans rann út árið 2007. Í krafti embættis síns var hann einnig meðfursti Andorra og stórmeistari Frönsku heiðursfylkingarinnar. Áður var Chirac borgarstjóri Parísar 1977 til 1995 auk þess að gegna embætti forsætisráðherra tvívegis; fyrst 1974 til 1976[2] og aftur 1986 til 1988. Áður en hann náði kjöri sem forseti hafði Chirac boðið sig fram án árangurs í forsetakosningunum árin 1981 og 1988.

Chirac sigraði frambjóðanda Sósíalistaflokksins, Lionel Jospin, í forsetakosningunum árið 1995.[3] Í byrjun forsetatíðar sinnar viðurkenndi Chirac ábyrgð og þátttöku franskra stjórnvalda í Vichy-stjórninni í ofsóknum á gyðingum á meðan á þýska hernáminu stóð í seinni heimsstyrjöldinni.[4] Hann neyddist síðar til að hefja stjórnarsamband við sósíalistana og gera Jospin að forsætisráðherra eftir ósigur hægrimanna í þingkosningum árið 1997. Á kjörtímabilinu var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrárbreytingar þar sem kjörtímbabil forsetans var stytt úr sjö árum í fimm. Chirac vann endurkjör til forseta árið 2002 í seinni umferð með 82,2 % atkvæða á móti Jean-Marie Le Pen, frambjóðanda frönsku Þjóðfylkingarinnar. Þetta er enn í dag stærsti kosningasigur sem unninn hefur verið í forsetakosningum fimmta franska lýðveldisins. Á seinna kjörtímabili Chirac fóru vinsældir hans nokkuð dalandi en jukust á ný þegar Chirac neitaði að taka þátt í Íraksstríðinu fyrir hönd Frakklands.[5] Hann mælti einnig fyrir því í atkvæðagreiðslu að ný stjórnarskrá fyrir Evrópusambandið yrði samþykkt en hún var að endingu felld. Chirac sóttist ekki eftir þriðja kjörtímabili og settist í helgan stein þegar kjörtímabilinu lauk árið 2007.

Sem fyrrverandi forseti fékk Chirac síðan sæti á stjórnlagaþingi Frakklands og sat þar til ársins 2011, en þá sagði hann sig úr því af heilsufarsástæðum. Í desember sama ár var Chirac dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar vegna spillingarmála sem komu upp frá borgarstjóratíð hans í París.[6]

Tilvísanir

  1. Kristján Róbert Kristjánsson (26. september 2019). „Jacques Chirac látinn“. RÚV. Sótt 26. september 2019.
  2. „Jacques Chirac“. Þjóðviljinn. 23. mars 1986. bls. 5.
  3. Steingrímur Sigurgeirsson (9. maí 1995). „Allt er þegar þrennt er“. Morgunblaðið. bls. 16-17.
  4. „Chirac viðurkennir aðild Frakka að helförinni“. mbl.is. 19. júlí 1995.
  5. „Vinsælastur í Bagdad“. Fréttablaðið. 5. október 2003. bls. 24.
  6. „Jacques Chirac fær tveggja ára dóm“. Vísir. 16. desember 2011.


Fyrirrennari:
Pierre Messmer
Forsætisráðherra Frakklands
(1974 – 1976)
Eftirmaður:
Raymond Barre
Fyrirrennari:
Borgarstjóri Parísar
(1977 – 1995)
Eftirmaður:
Jean Tiberi
Fyrirrennari:
Laurent Fabius
Forsætisráðherra Frakklands
(1986 – 1988)
Eftirmaður:
Michel Rocard
Fyrirrennari:
François Mitterrand
Forseti Frakklands
(1995 – 2007)
Eftirmaður:
Nicolas Sarkozy


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!