4. janúar - Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels var lagður inn á sjúkrahús með alvarlegar heilablæðingar. Ehud Olmert varaforsætisráðherra tók við völdum tímabundið.
15. mars - Bandarísk stjórnvöld tilkynntu ríkisstjórn Íslands um þau áform sín að kalla allar orrustuþotur sínar og björgunarþyrlur heim frá Keflavíkurflugvelli.
27. júní - Hópslys varð á Eskifirði og þurftu um 30 manns að leita sér læknishjálpar eftir að klórgas losnaði út í andrúmsloftið í sundlauginni á Eskifirði fyrir mannleg mistök.
28. júní - Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir, 12 ára, bjargaði ófleygum erni úr Kirkjufellslóni við Grundarfjörð. Örninn hafði lent í grút og misst stélfjaðrirnar. Hann var fluttur í Húsdýragarðinn í Reykjavík þar sem hann fékk nafnið Sigurörn og dvaldist þar í um sex mánuði þar til honum var sleppt nálægt þeim stað sem hann fannst.
28. júní - Sumarregnsaðgerðin: Ísraelsher réðist inn á Gasaströndina til að svara fyrir eldflaugaárásir Hamas á ísraelsk landsvæði.
9. ágúst - Þrír mexíkóskir sjómenn björguðust eftir að hafa rekið um Kyrrahafið í 10 mánuði. Þeir höfðu lifað af hráum fiski og fuglum.
10. ágúst - Scotland Yard kom í veg fyrir hryðjuverk þar sem ætlunin var að sprengja margar farþegaflugvélar á leið til Bandaríkjanna. 18 voru handteknir.
1. september - Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari, sigraði Héðin Steingrímsson í einvígi um Íslandsmeistaratitil í skák. Með því setti hann tvö met: Hann varð Íslandsmeistari í áttunda sinn, en enginn hefur áður unnið þann titil svo oft, einnig varð hann Íslandsmeistari í sjötta sinn í röð og er það einnig met.
9. september - Tilkynnt var að eldpiparafbrigðið bhut jolokia (draugapipar eða kóbrapipar) hefði mælst með yfir 1.000.000 stig á Scoville-kvarða og væri því það sterkasta í heimi.
26. september - Á bilinu 10-15 þúsund manns gengu mótmælagöngu niður Laugaveg til þess að mótmæla stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta voru talin vera fjölmennustu mótmæli á Íslandi frá 24. maí1973.
16. desember - Fjölmenn mótmæli áttu sér stað á Nørrebro í Kaupmannahöfn eftir að lögregla hugðist ryðja félagsmiðstöðina Ungdomshuset.
17. desember - Fjallað var um hneyksli í tengslum við meðferðarheimilið Byrgið í fréttaskýringaþættinum Kompás á Stöð 2.
19. desember - Rússneska flutningaskipið Wilson Muuga strandaði á Hvalsnesi í Sandgerðisbæ. Allir í áhöfn þess björguðust en einn danskur sjóliði fórst við björgunarstörf.
29. desember - Styrkjamálið: FL Group styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 30 milljónir tveimur dögum áður en ný lög um styrki til stjórnmálaflokka gengu í gildi.