Héðinn Steingrímsson (11. janúar 1975) er íslenskur stórmeistari í skák. Héðinn hefur þrisvar unnið Íslandsmeistaratitilinn í skák, auk þess sem hann varð heimsmeistari í aldursflokknum U12 árið 1987. Hann er 5. stigahæsti íslenski skákmaðurinn að FIDE-skákstigum.