Allianz Arena eða Allianz-leikvangurinn er knattspyrnuleikvangur norðan við München í Þýskalandi. Leikvangurinn tekur 75 þúsund manns í sæti og opnaði 30. maí 2005. Leikvangurinn var hannaður af svissneska arkitektafyrirtækinu Herzog & de Meuron.
Bayern München spilar heimaleiki sína þar.