Reykjavíkurhöfn

Reykjavíkurhöfn árið 2011
Höfnin árið 1934.

Reykjavíkurhöfn er höfn sem liggur út frá Kvosinni í miðborg Reykjavíkur í Reykjavíkinni utanverðri. Elsti hluti hennar, Ingólfsgarður, var reistur frá 1913 til 1915 og lokið var við gerð Örfiriseyjargarðs 1917. Síðan þá hefur höfnin þróast og breyst, meðal annars með miklum landfyllingum og dýpkunarframkvæmdum. Dýpi í höfninni er nær alls staðar yfir 7 metrar.

Höfnin skiptist í tvennt við Ægisgarð: vesturhöfn (Eyjargarður, Norðurgarður, Norðurbugt, Grandabakki, Grandabryggja, Bótarbryggja, Vesturbugt og Slippurinn í Reykjavík) og austurhöfn (Suðurbugt, Verbúðirnar, Grófarbakki, Miðbakki, Austurbakki, Faxagarður og Ingólfsgarður). Mest atvinnustarfsemi er í vesturhöfninni þar sem landað er á Grandagarði, en í austurhöfninni eru aðallega smábátar, skútur og skemmtiferðaskip auk þess sem Landhelgisgæsla Íslands og Hafrannsóknastofnun hafa verið með aðstöðu á Faxagarði. Uppskipun úr flutningaskipum sem áður var í Austurhöfninni fluttist öll í Sundahöfn eftir árið 1968, en eftir það var farið að kalla Reykjavíkurhöfn „gömlu“ höfnina.

Við Faxagarð og Ingólfsgarð í Austurhöfninni hafa lengi staðið miklar framkvæmdir þar sem tónlistar- og ráðstefnumiðstöðin Harpan hefur risið auk nýs hótels á vegum Marriott-hótelkeðjunnar og höfuðstöðva Landsbankans. Gert er ráð fyrir að íbúðablokkir rísi við Mýrargötu þar sem Daníelsslippur var áður. Þar hafa hvalaskoðunarbátar og aðrir ferðaþjónustubátar nú aðstöðu, auk smábátaútgerða, í Suðurbugt og Vesturbugt. Við Vesturbugt er Sjóminjasafnið í Reykjavík og aflaskipið Gullborg við stór bólverk úr timbri. Þar er líka safnaskipið Óðinn. Skólaskipið Sæbjörg var lengi við Austurbakka en flutti árið 2022 að Bótarbryggju á Grandagarði.

Saga

Áður en höfnin var gerð var náttúruleg höfn og skipalægi austan við Örfirisey, en verslunarhús höfðu staðið á Hólminum vestan Örfiriseyjar. Skipalægið þótti ekki gott, sérstaklega þegar minni skútur tóku að landa fiski þar á 19. öld, vegna strauma og vegna þess hve opið það var fyrir norðlægum vindáttum. Kaupmenn í Reykjavík höfðu þá reist nokkrar trébryggjur í fjörunni, sem hófst norðan megin við Hafnarstræti, en engin þeirra hæfði fyrir skip vegna grynninga og selflytja varð aflann í land með smábátum.

Togari við Austurbakka í Austurhöfninni.

Hafist var handa við hafnargerðina fyrst árið 1913 vegna ótta verslunareigenda í Kvosinni við áform um hafnir annað hvort í Nauthólsvík í landi Skildinganess (í lögsagnarumdæmi Seltjarnarness) eða í Viðey. Að auki hafði hin náttúrulega höfn austan Örfiriseyjar versnað við að grandinn sem lá út í eyna rofnaði 1902 svo að sjór gekk látlaust yfir. Ofsaveður 1910 þar sem mörg skip slitnuðu upp og skemmdust í hafnarlegunni átti einnig þátt í að þrýsta á um framkvæmdir.

Fyrstu framkvæmdirnar miðuðu að því að reisa Grandagarð og gera síðan brimgarð (Örfiriseyjargarður) til austurs frá Örfirisey. Frá austri (frá Batteríinu) var síðan reistur annar garður, Ingólfsgarður, sem kom til móts við hinn og afmarkaði þannig hafnarsvæðið. Tvær járnbrautir voru lagðar frá grjótnámu í Öskjuhlíð að höfninni til að flytja efni til hafnargerðarinnar. Önnur brautin lá að grandanum en hin að Batteríinu meðfram sjónum (sem varð síðar grunnur undir Skúlagötu). Fyrsti hluti hafnarinnar sem lokið var við var Ingólfsgarður og þar var gerð fyrsta bryggjan í Reykjavík sem úthafsskip gat lagst við. Bryggjan var kölluð Kolabryggja. Þegar Kolabakki var fylltur upp, varð að finna nýjan stað, þar sem möl og sand var að fá, en tiltækt fyllingarefni var þrotið í Skólavörðuholti og gryfjunni við Öskjuhlíð. Sunnarlega í Kringlumýrinni er sand- og malarborinn jökulruðningur þar sem landið hækkar lítils háttar, tæpan kílómetra austsuðaustur af Öskjuhlíðinni. Þangað var lagt spor frá austurálmu járnbrautarinnar (við bæinn Hlíð) og malarnám hafið með krananum CYCLOP. Uppfylling Kolabakka tók fremur langan tíma og var ekki lokið fyrr en á árinu 1922. Árið 1927 var Kolakraninn reistur á Ingólfsgarði til að flytja kol úr skipum sem lágu við Kolabryggju.

Uppskipun úr flutningaskipum var mest í Austurhöfninni þar sem voru kranar og önnur aðstaða til flutninga. Fljótlega eftir Síðari heimsstyrjöldina varð ljóst að sú aðstaða var of lítil. Árið 1960 hófust framkvæmdir við Sundahöfn sem opnaði fyrsta áfanga árið 1968. Eftir það fluttist öll flutningastarfsemi smátt og smátt þangað og Austurhöfnin varð viðleguhöfn, meðal annars fyrir Landhelgisgæsluna. Þann 17. febrúar 1968 var Kolakraninn rifinn.

Árið 1964 reisti Reykjavíkurhöfn Grandaskála á Grandabryggju í vesturhöfninni og leigði út sem vöruskemmu til flutningafyrirtækja. Faxaskáli, stór vöruskemma á Austurbakka, var reist af Eimskip milli 1968 og 1970, þar sem Salthúsið stóð áður. Hann var ein helsta vörugeymsla félagsins þar til nýjar byggingar voru reistar í Sundahöfn eftir 1980 og bryggjukantar þar lengdir. Faxaskáli var rifinn árið 2006 til að rýma fyrir byggingaframkvæmdum á Austurbakka.

Árið 1987 var sett niður flotbryggja við Ingólfsgarð fyrir Siglingafélag Reykjavíkur, Brokey sem hafði lengi sóst eftir aðstöðu í höfninni fyrir stærri seglskútur. Félagið kom sér upp aðstöðu í skemmum við Austurbugt árið 1994, en árið 2006 voru þau hús rifin til að rýma fyrir byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss. Siglingafélagið hefur síðan þá verið með aðstöðu á Ingólfsgarði.

Þann 1. desember árið 2005 var stofnað byggðasamlag um rekstur Reykjavíkurhafnar (með Sundahöfn), Grundartangahafnar, Akraneshafnar og Borgarneshafnar, undir nafninu Faxaflóahafnir. Reykjavíkurborg fer með um 76% eignarhlut í samlaginu.

Heimildir

  • „Reykjavíkurhöfn - lífæð borgarinnar“ (PDF). Borgarsögusafn. Sótt 5. nóvember 2006.

Tenglar

  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

64°09′08″N 21°56′18″V / 64.15222°N 21.93833°V / 64.15222; -21.93833

Read other articles:

Panta rei EsculturaAutor Blanca MuñozCreación 2008Ubicación Plaza del Siglo, Málaga, España EspañaMaterial Acero inoxidableDimensiones 7 m de alturaCoordenadas 36°43′17″N 4°25′12″O / 36.7215, -4.42012[editar datos en Wikidata] Panta rei es el título de un monumento situado en la plaza del Siglo del centro histórico de la ciudad andaluza de Málaga, (España). Fue inaugurado en diciembre de 2008. Es una obra de Blanca Muñoz, de siete metros de ...

 

  提示:此条目的主题不是克里语。 克里语Krìì、meengq Kri母语国家和地区老挝或越南母语使用人数250 (2009)語系南亚语系 越语支克里语方言Kri Phóng Mlengbrou 語言代碼ISO 639-3aem语言学家列表pkt-kha [1]Glottologkhap1242[2]ELPKri Pong[3]克里語在聯合國教科文組織瀕危語言紅皮書中被列為嚴重瀕危語言本条目包含国际音标符号。部分操作系统及浏览器需要

 

Realisme sosialisAtas ke bawah: Potret J.V. Stalin oleh Isaak Brodsky (1933); Mural di Korea Utara; Patung di Vientiane, Laos; Stasiun Kiyevskaya di Metro MoskwaTahun aktif1932–sekarangNegaraNegara sosialisDipengaruhiMarxisme, Realisme Realisme sosialis adalah gaya seni realisme ideal yang dikembangkan di Uni Soviet dan menjadi gaya resmi di negara tersebut antara tahun 1932 dan 1988, serta di negara-negara sosialis lainnya setelah Perang Dunia II. Realisme sosialis dicirikan oleh penggamba...

Weinberg von Neuengronau IUCN-Kategorie IV – Habitat/Species Management Area Bild gesucht BWf1 Lage Hessen, Deutschland Fläche 50,23 ha Kennung 1435015 WDPA-ID 82879 Natura-2000-ID DE5723303 FFH-Gebiet 50,23 ha Geographische Lage 50° 17′ N, 9° 37′ O50.27619.6155Koordinaten: 50° 16′ 34″ N, 9° 36′ 56″ O Weinberg von Neuengronau (Hessen) Einrichtungsdatum 1979 Weinberg von Neuengronau ist ein Naturschut...

 

فرانسيس غالتون، أحد رواد علم التاريخ. القياس التاريخي هو الدراسة التاريخية للتقدم البشري أو الخصائص الشخصية الفردية، باستخدام الإحصائيات لتحليل الإشارات إلى العباقرة،[1] بياناتهم وسلوكهم واكتشافاتهم في نصوص محايدة نسبيًا. يجمع علم التاريخ بين تقنيات من القياسات الم...

 

Музей театрального, музичного та кіномистецтва України 50°26′06″ пн. ш. 30°33′16″ сх. д. / 50.435190000027773749° пн. ш. 30.55466000002777704° сх. д. / 50.435190000027773749; 30.55466000002777704Координати: 50°26′06″ пн. ш. 30°33′16″ сх. д. / 50.435190000027773749° пн. ш. 30.554660000...

Mountaineering disaster 1967 Mount McKinley disasterDenali viewed from the north, with Reflection Pond in the foregroundDate17–24 July 1967LocationDenali[note 1] (Alaska)Organised byThe Wilcox ExpeditionDeaths7 The 1967 Mount McKinley disaster occurred in July 1967 when seven climbers died on Denali (then still officially known as Mount McKinley) while attempting to descend from the summit in a severe blizzard estimated to be the worst to occur on the mountain in 100 years.[1 ...

 

2006 studio album by MorrisseyRingleader of the TormentorsStudio album by MorrisseyReleased3 April 2006RecordedSeptember–November 2005StudioForum Music Village, Rome, ItalyGenreAlternative rockLength50:05LabelSanctuary/AttackProducerTony ViscontiMorrissey chronology You Are the Quarry(2004) Ringleader of the Tormentors(2006) Years of Refusal(2009) Singles from Ringleader of the Tormentors You Have Killed MeReleased: 27 March 2006 The Youngest Was the Most LovedReleased: 5 June 2006 ...

 

آيت كوإحي تقسيم إداري البلد المغرب  الجهة سوس ماسة الإقليم تيزنيت الدائرة تزنيت الجماعة القروية أربعاء رسموكة المشيخة لقبلت وارزميمن السكان التعداد السكاني 23 نسمة (إحصاء 2004)   • عدد الأسر 4 معلومات أخرى التوقيت ت ع م±00:00 (توقيت قياسي)[1]،  وت ع م+01:00 (توقيت صيفي)[1&...

В Википедии есть статьи о других людях с фамилией Осадчий. Семён Кузьмич Осадчий Прозвище «Симон» Дата рождения 1904(1904) Место рождения с. Калфа, Бессарабская губерния, Российская империя Дата смерти 13 ноября 1936(1936-11-13) Место смерти Мадрид, Испания Принадлежность  СС...

 

Beberapa atau seluruh referensi dari artikel ini mungkin tidak dapat dipercaya kebenarannya. Bantulah dengan memberikan referensi yang lebih baik atau dengan memeriksa apakah referensi telah memenuhi syarat sebagai referensi tepercaya. Referensi yang tidak benar dapat dihapus sewaktu-waktu. Artikel ini mungkin mengandung riset asli. Anda dapat membantu memperbaikinya dengan memastikan pernyataan yang dibuat dan menambahkan referensi. Pernyataan yang berpangku pada riset asli harus dihapus. (P...

 

?Плоскотілка червона Охоронний статус Близький до загрозливого (МСОП 3.1) Біологічна класифікація Домен: Еукаріоти (Eukaryota) Царство: Тварини (Animalia) Тип: Членистоногі (Arthropoda) Клас: Комахи (Insecta) Ряд: Твердокрилі (Coleoptera) Родина: Cucujidae Рід: Cucujus Вид: Плоскотілка червона Біноміаль...

Television channel DivinityCountrySpainProgrammingLanguage(s)SpanishPicture format576i SDTVOwnershipOwnerMediaset EspañaSister channelsTelecincoCuatroFactoría de FicciónBoingEnergyBe MadHistoryLaunched1 March 2011ReplacedCNN+ and Gran Hermano 24 horas (on DTT)LinksWebsitewww.divinity.es Divinity is a private Spanish television channel owned by Mediaset España, whose programming is aimed to target women. Divinity began test broadcasts on 1 March 2011 before fully launching on 1 April 2011....

 

Indian film actor and acting trainer (born 1966) This article uses bare URLs, which are uninformative and vulnerable to link rot. Please consider converting them to full citations to ensure the article remains verifiable and maintains a consistent citation style. Several templates and tools are available to assist in formatting, such as reFill (documentation) and Citation bot (documentation). (August 2022) (Learn how and when to remove this template message) Samar Jai SinghBorn (1966-09-26) 2...

 

American politician This article uses bare URLs, which are uninformative and vulnerable to link rot. Please consider converting them to full citations to ensure the article remains verifiable and maintains a consistent citation style. Several templates and tools are available to assist in formatting, such as reFill (documentation) and Citation bot (documentation). (August 2022) (Learn how and when to remove this template message) Stephen SolarzMember of the U.S. House of Represent...

Former railway station in England For the Merton Park station proposed by the Wimbledon & Sutton Railway, see South Merton railway station. This article's lead section may be too short to adequately summarize the key points. Please consider expanding the lead to provide an accessible overview of all important aspects of the article. (September 2009) Merton ParkMerton Park railway station in 1997Merton ParkLocation of Merton Park in Greater LondonLocationMerton ParkLocal authorityMertonOwn...

 

Indian reservation in United States, PenobscotIndian Island Álənαpe Mə́nəhanIndian reservationPenobscot Indian Island Reservation FlagTribePenobscotCountryUnited StatesStateMaineCountyPenobscotGovernment • TypeTribal Council • ChiefKirk Francis • Vice ChiefMark Sockbeson • Council MembersClaudia CummingsAwendela DanaSaul DanaNicole FieldsChristopher B. FrancisLee Ann FrancisJennifer GalipeauKyle LoarLisa MontgomeryJohn NeptuneJason Pardill...

 

Wakil Bupati JayapuraPetahanaGiri Wijayantorosejak 12 Desember 2017Masa jabatan5 tahunDibentuk2001Pejabat pertamaIr. Tunggul T.H. Simbolon, M.A.Situs webjayapurakab.go.id Berikut ini adalah daftar Wakil Bupati Jayapura dari masa ke masa. No Wakil Bupati Mulai Jabatan Akhir Jabatan Prd. Ket. Bupati 1 Ir.Tunggul T.H. SimbolonM.A. 2001 2006 1   Habel Melkias SuwaeS.Sos., M.M. 2 Zadrak WamebuS.H., M.M. 22 Desember 2006 22 Desember 2011 2   Jabatan kosong 22 Desember 2011 12 April 2...

1994 filmThe Bodyguard from BeijingThe Bodyguard from Beijing film posterChinese nameTraditional Chinese中南海保鑣Simplified Chinese中南海保镖TranscriptionsStandard MandarinHanyu PinyinZhōngnánhǎi BǎobiāoYue: CantoneseJyutpingZung1-naam4-hoi2 Bou2-biu1 Directed byCorey YuenWritten byChan Kin-chungGordon ChanProduced byJet LiStarringJet LiChristy ChungKent ChengSing NgaiCinematographyTom LauEdited byAngie LamMusic byWilliam HuProductioncompaniesEastern ProductionsGolden Har...

 

1968 American filmDiaries, Notes, and SketchesDirected byJonas MekasProduced byJonas MekasNarrated byJonas MekasCinematographyJonas MekasEdited byJonas MekasDistributed byThe Film-Makers' CooperativeRelease date March 1968 (1968-03) Running time177 minutesCountryUnited StatesLanguageEnglish Walden, originally titled Diaries, Notes and Sketches (also known as Walden),[1] is a 1968 American film by experimental filmmaker Jonas Mekas. After several years of filming everyday sce...

 

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!