Árið 2000 sendi Sorpa tæp 30% af þeim úrgangi sem þeim barst í endurvinnslu og urðaði 70%.[3] Árið 2022 var endurnýtingarhlutfallið komið í 64%.[4]
Árið 2017 rak Sorpa 6 endurvinnslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, móttökustöð í Gufunesi, auk fjölda grenndargáma í hverfunum þar sem tekið er við flokkuðu sorpi.
Árið 1996 hóf Sorpa að safna metangasi frá urðunarstaðnum í Álfsnesi og 2021 var GAJA, gas- og jarðgerðarstöð opnuð á Álfsnesi. Stöðin tekur við lífrænu sorpi til moltugerðar og framleiðir metan. Stöðin var harðlega gagnrýnd fyrir að fara 1,5 milljörðum fram úr kostnaðaráætlun og var framkvæmdastjóra fyrirtækisins vikið frá störfum vegna þess.
Góði hirðirinn
Um 1993 hófu starfsmenn Sorpu að koma heillegum húsgögnum til hjálparþurfi gegnum hjálparsamtök og 1995 var opnaður nytjamarkaður sem fékk nafnið „Góði hirðirinn“ árið 1999. Árið 2018 var Efnismiðlun Sorpu opnuð við Sævarhöfða. Þar er að finna heillegt byggingarefni og stærri nytjahluti eins og flísar, sturtuklefa, reiðhjól og fleira.
Góða hirðinum berast daglega 5 gámar af nytjahlutum, þar af eru tveir sem sendir eru til baka til förgunar eða endurvinnslu.[5]