Árbær er eitt af fjölmennustu hverfum Reykjavíkurborgar, nefnt í höfuðið á býli sem þar stóð áður. Þar er Árbæjarsafn, þar sem eru varðveitt mörg söguleg hús í Reykjavík. Þar er líka Árbæjarlaug. Íþróttafélagið í hverfinu heitir Fylkir.
Mér líst bara vel á þessa tillögu. En er ekki hyggilegast að friðlýsa fyrst Árbæjarhverfi, og ef það gefst vel, að friðlýsa þá allt höfuðborgarsvæðið í framhaldinu?
— Davíð Oddsson á borgarstjórnarfundi, eftir að Kvennalistinn í borgarstjórn hafði borið fram tillögu um að friðlýsa Reykjavík.