Norður-Kórea

Alþýðulýðveldið Kórea
조선민주주의인민공화국
Chosŏn Minjujuŭi Inmin Konghwaguk
Fáni Norður-Kóreu Skjaldarmerki Norður-Kóreu
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Kangsŏng Taeguk
kóreska: „Sterk og auðsæl þjóð“
Þjóðsöngur:
Aegukka
Staðsetning Norður-Kóreu
Höfuðborg Pjongjang
Opinbert tungumál Kóreska
Stjórnarfar Flokksræði

Formaður Kim Jong-un
Þingforseti Choe Ryong-hae
Forsætisráðherra Kim Tok-hun
Sjálfstæði
 • Stofnun 9. september, 1948 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
97. sæti
120.540 km²
0,11
Mannfjöldi
 • Samtals (2018)
 • Þéttleiki byggðar
52. sæti
25.549.604
212/km²
VLF (KMJ) áætl. 2014
 • Samtals 40 millj. dala (113. sæti)
 • Á mann 1.300 dalir (179. sæti)
Gjaldmiðill Norðurkóreskt won
Tímabelti UTC+9
Þjóðarlén .kp
Landsnúmer +850

Norður-Kórea (kóreska: 조선 Chosŏn eða bókstaflega 북조선 Pukchosŏn), opinbert heiti Alþýðulýðveldið Kórea (kóreska: 조선민주주의인민공화국 Chosŏn Minjujuŭi Inmin Konghwaguk), er land í Austur-Asíu sem nær yfir norðurhluta Kóreuskaga. Til suðurs á Norður-Kórea landamæri að Suður-Kóreu, en þessi lönd voru áður sameinuð sem Kórea. Á landamærunum er 4 kílómetra breitt hlutlaust svæði. Í norðri á Norður-Kórea landamæri að Kína og Rússlandi. Á stöku stað er landið kallað Pukchosŏn ("Norður-Chosŏn"; 북조선; 北朝鮮). Bukhan ("Norður-Han"; 북한; 北韓) er almennt notað í Suður-Kóreu. Stærsta borgin og höfuðborg landsins er Pjongjang.

Kóreuskaginn var allur undir Kóreska keisaradæminu frá 19. öld til 1910 þegar Japanska keisaradæmið lagði hann undir sig. Þegar Japanir gáfust upp við lok Síðari heimsstyrjaldar var skaganum skipt í tvö hernámssvæði: norðurhluta undir stjórn Sovétríkjanna, og suðurhluta undir stjórn Bandaríkjanna. Kosningar á vegum Sameinuðu þjóðanna 1948 urðu til þess að hvor hlutinn fékk sína ríkisstjórn. Bæði ríkin gerðu tilkall til alls skagans sem leiddi til Kóreustríðsins 1950. Samið var um vopnahlé 1953 en formlegur friðarsamningur hefur aldrei verið gerður. Bæði ríkin urðu aðilar að Sameinuðu þjóðunum árið 1991.

Norður-Kórea er flokksræði undir stjórn kóreska verkamannaflokksins. Hugmyndafræði flokksins er sögð mótuð af fyrsta forseta landsins, Kim Il-sung, og leggur áherslu á pólitískt sjálfstæði, sjálfræði og sjálfsþurft. Ríkið einkennist af persónudýrkun leiðtoga þjóðarinnar, áherslu á uppbyggingu hers og efnahagslegri einangrunarstefnu. Stjórnkerfi landsins hefur verið lýst sem stalínsku einræði Kim-ættarinnar. Kosningar hafa verið haldnar í landinu en þeim hefur verið lýst sem sýndarkosningum. Framleiðslutæki eru í eigu ríkisfyrirtækja og samyrkjubúa. Nær öll þjónusta, eins og menntun, heilbrigðisþjónusta, húsnæði og matvælaframleiðsla, er veitt eða niðurgreidd af ríkinu. Milli 1994 og 1998 gekk hungursneyð yfir Norður-Kóreu sem leiddi til dauða 240.000 til 420.000 manna að áætlað er og íbúar glíma enn við vannæringu. Stefna Norður-Kóreu er að forgangsraða í þágu hersins. Yfir 9 milljón manns eru ýmist í herþjónustu, varaliði eða stoðsveitum, sem gera um 37% allra íbúa landsins. Her Norður-Kóreu er með 1,21 virka í herþjónustu sem gerir hann að 4. stærsta herliði heims, á eftir Kínaher, Bandaríkjaher og Indlandsher. Norður-Kórea býr yfir kjarnavopnum.

Norður-Kórea er aðili að Samtökum hlutlausra ríkja og G77. Landið hefur verið aðili að Sameinuðu þjóðunum frá 1991. Rannsókn Sameinuðu þjóðanna á mannréttindabrotum í Norður-Kóreu 2014 leiddi í ljós að „alvarleiki, umfang og eðli þessara brota bera vott um ríki sem á sér enga hliðstæðu í veröld samtímans“. Stjórn Norður-Kóreu hefur hafnað þessum ásökunum.

Stjórnmál

Stjórnsýslueiningar

Heiti Chosŏn'gŭl Stjórnarsetur
Höfuðborgir (chikhalsi)
1 Pjongjang 평양직할시 (Chung-guyok)
Sérstakar borgir (teukbyeolsi)
2 Rason 라선특별시 (Rajin-guyok)
Sýslur (do)
3 Suður-Pyongan 평안남도 Pyongsong
4 Norður-Pyongan 평안북도 Sinuiju
5 Chagang 자강도 Kanggye
6 Suður-Hwanghae 황해남도 Haeju
7 Norður-Hwanghae 황해북도 Sariwon
8 Kangwon 강원도 Wonsan
9 Suður-Hamgyong 함경남도 Hamhung
10 Norður-Hamgyong 함경북도 Chongjin
11 Ryanggang 량강도 Hyesan

Íbúar

Trúarbrögð

Kang Pan-sok, móðir Kim Il-Sung, var djákni í öldungakirkjunni Chilgol í Pjongjang.

Opinberlega er Norður-Kórea trúlaust ríki og engar opinberar tölur yfir aðild að trúfélögum eru til. Samkvæmt mati erlendra aðila eru 64% íbúa trúlausir, 16% aðhyllast kóreskan sjamanisma, 14% leggja stund á Cheondogyo, 4% eru búddistar og 2% eru kristnir. Stjórnarskrá landsins tryggir trúfrelsi en ríkið leyfir aðeins tiltekin trúarbrögð. Amnesty International hefur lýst áhyggjum af trúarofsóknum í Norður-Kóreu.

Bæði búddismi og konfúsíusismi hafa haft mikil áhrif á menningu landsins. Cheondogyo („vegur himinsins“) er blönduð trú sem inniheldur þætti úr kóreskum sjamanisma, búddisma, taóisma og kaþólsku sem Cheondogyo-flokkurinn stendur fyrir.

Bandaríska trúboðshreyfingin Open Doors heldur því fram að í Norður-Kóreu eigi sér stað einhverjar mestu ofsóknir gegn kristnum mönnum í heimi. Fjórar kirkjur starfa í landinu með leyfi stjórnvalda, en gagnrýnendur halda því fram að þær séu sviðsetning handa erlendum fjölmiðlum.

Tenglar

  • Saga Kóreu
  • Opinber vefur
  • „Hversu margir búa í Norður-Kóreu og hvaða aðilar veita upplýsingar um fólksfjölda þar?“. Vísindavefurinn.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!