Þetta er listi yfir lönd og yfirráðasvæði eftir mannfjölda. Hann inniheldur fullvalda ríki, byggðar hjálendur, og í sumum tilfellum, sambandsríki sjálfstæðra landa. Listinn er gerður eftir ISO staðlinum ISO 3166-1. Sem dæmi er Bretland talið sem eitt land, meðan sambandsríki konungsríkisins Hollands eru talin í sitthvoru lagi. Að auki inniheldur listinn sum lönd með takmarkaða viðurkenningu sem ekki finnast í ISO 3166-1. Einnig er gefin prósenta varðandi hlutfall þess við íbúafjölda heims.
Ath. að númeruð sæti eru einungis áætluð þeim 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, ásamt tveim áheyrnarríkjum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hjálendur, sambandsríki og ríki með takmarkaða viðurkenningu eru ekki gefin númeruð sæti.