Jólaeyja

Eyjan Kírimati í Kyrrahafi er líka kölluð Jólaeyja.
Territory of Christmas Island
Fáni Jólaeyju Skjaldarmerki Jólaeyju
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Advance Australia Fair
Staðsetning Jólaeyju
Höfuðborg Flying Fish Cove
Opinbert tungumál enska
Stjórnarfar Undir ríkisstjórn Ástralíu

Konungur Karl 3.
Landstjóri David Hurley
Umdæmisstjóri Natasha Griggs
Skírisforseti Gordon Thompson
Áströlsk hjálenda
 • Bresk yfirráð 6. júní 1888 
 • Flutt til Ástralíu 1. október 1958 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)

135 km²
0
Mannfjöldi
 • Samtals (2016)
 • Þéttleiki byggðar

1.843
10,39/km²
Gjaldmiðill ástralskur dollar (AUD)
Tímabelti UTC+7
Þjóðarlén .cx
Landsnúmer +61-891

Jólaeyja er lítil eyja í Indlandshafi sem er undir yfirráðum Ástralíu. Eyjan er 2.360 km norðaustan við Perth og 500 km sunnan við Djakarta í Indónesíu. Næsti oddi Ástralíu er í 1.550 km fjarlægð. Eyjan er 135 ferkílómetrar að stærð.

Árið 2016 voru íbúar Jólaeyju 1.843 talsins.[1] Flestir íbúar búa á norðurodda eyjarinnar. Höfuðstaður Jólaeyju nefnist Flying Fish Cove („Flugfiskavík“). Sögulega hefur meirihluti íbúa verið af asískum uppruna. Í dag eru um 2/3 hlutar íbúa Peranakar (af suðurkínverskum uppruna). Enska er algengasta tungumálið sem notað er á eyjunni, en önnur tungumál sem íbúar tala heima við eru mandarín og malasíska. Helstu trúarbrögð íbúa eru búddismi og íslam samkvæmt könnun.

Fyrstu Evrópumennirnir sem komu til eyjarinnar voru skipverjar á Thomas árið 1615. Skipstjórinn William Mynors nefndi eyjuna Jólaeyju, því hann sigldi þar framhjá á jóladag árið 1643. Vegna þess hve eyjan er afskekkt og þess hve mannabyggð á sér þar stutta sögu hefur þróast þar sérstætt lífríki. 63% eyjarinnar eru þjóðgarður (Jólaeyjuþjóðgarðurinn) og stórir hlutar hennar eru monsúnskógur. Helstu auðlindir eyjarinnar eru fosfatnámur sem hafa verið nýttar frá 1899.

Jólaeyja er önnur af tveimur fylkjum og hjálendum Ástralíu (Kókoseyjar eru hin) þar sem Ástralar af evrópskum uppruna eru í minnihluta. Menning íbúa Jólaeyju minnir mest á menningu Singapúr, enda var eyjan hluti af sömu bresku nýlendunni þar til stjórn hennar var færð til Ástralíu árið 1958. Nær allt opinbert húsnæði á eyjunni var byggt af Singapore Improvement Trust.

Landfræði

Kort af Jólaeyju

Jólaeyja er um 19 km að lengd og 14,5 km að breidd. Hún er alls 135 km² að flatarmáli með um 139 km strandlengju. Eyjan er flatur tindur neðansjávarfjalls sem er yfir 4500 metrar á hæð en nær aðeins rúmlega 300 metra yfir sjávarmál.[2]

Fjallið er upprunalega eldfjall og hægt er að finna basalt á stöðum eins og The Dales og Dolly Beach, en mest af yfirborðinu er kalksteinn vegna kórals. Í karst-landslaginu er að finna fjölda hella.[3] Fjallstindurinn er gerður úr kalksteinslögum sem hafa myndast frá Eósen eða Ólígósen til nútíma, með gosberg á milli í elstu lögunum.

Ströndin einkennist af bröttum klettum sem liggja umhverfis flatt hálendið. Hæsti punktur eyjarinnar er Murray Hill í 361 metra hæð yfir sjávarmáli. Eyjan er að mestu vaxin regnskógi. 63% af eyjunni er þjóðgarður. Mjótt kóralrif liggur umhverfis eyjuna og skapar hættu fyrir skip.

Jólaeyja liggur 2600 km norðvestur af Perth í Vestur-Ástralíu, 350 km sunnan við Indónesíu, 975 km ANA af Kókoseyjum, 2748 km vestan við Darwin, og 1327 km suðaustan við Singapúr. Næsti punktur við meginland Ástralíu er 1550 km frá bænum Exmouth í Vestur-Ástraíu.[4]

Efnahagslíf

Helsta undirstaða efnahagslífs á eyjunni voru fosfatnámur. Árið 1987 lokaði ríkisstjórn Ástralíu námunni, en 1991 var hún opnuð á ný af Phosphate Resources Limited, fyrirtæki í eigu margra fyrrum starfsmanna námunnar. Náman leggur nú til tæplega helming af vergri landsframleiðslu eyjarinnar að sögn fyrirtækisins.[5]

Árið 1993 var ferðamannaþorpið Christmas Island Casino & Resort opnað með styrk frá áströlskum stjórnvöldum, en því var lokað 1998. Árið 2011 var það opnað á ný, en án spilavítisins.

Árið 2001 hafði ástralska ríkisstjórnin uppi áætlanir um að opna geimferðamiðstöð á eyjunni, en ekkert varð úr því. Árið 2001 voru reistar þar fangabúðir fyrir hælisleitendur. Búðunum var lokað 2018, en áætlanir voru um að enduropna þær 2019. Árið 2020 var búðunum breytt í sóttvarnarbúðir fyrir ástralska ríkisborgara á leið til landsins frá Kína vegna Kórónaveirufaraldursins.[6]

Menning

Trúarbrögð

Algeng trúarbrögð á eyjunni eru búddatrú, taóismi, kristni, íslam og konfúsíusismi. Á eyjunni eru moska, kirkja, bahá'í-miðstöð, og um það bil tuttugu kínversk hof og helgidómar; þar á meðal sjö búddahof, tíu taóhof, og Na Tuk Kong- og Datuk Keramat-helgidómar.[7] Mikill fjöldi trúarhátíða er haldinn hátíðlegur á eyjunni, eins og kínversk áramót, luktahátíðin, Qingming-hátíðin, draugahátíðin, Eid al-Fitr, jól og páskar.

Tilvísanir

  1. „2016 Census: Christmas Island“ (PDF). Department of Infrastructure and Regional Development. Australian Government. Afrit (PDF) af uppruna á 11. janúar 2018. Sótt 3. maí 2020.
  2. „Submission on Development Potential“ (PDF). Northern Australia Land and Water Taskforce. 16. ágúst 2007. No. 37. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 20. maí 2009. Sótt 26. apríl 2009.
  3. Iliffe, T.; Humphreys, W. (2016). „Christmas Islands Hidden Secret“. Advanced Diver Magazine. Afrit af uppruna á 10. janúar 2016. Sótt 2. janúar 2016.
  4. „Remote Offshore Territories“. Geoscience Australia. Afrit af uppruna á 20. janúar 2018. Sótt 20. janúar 2018.
  5. „Social & Economic Impact“. Phosphate Resources Limited.
  6. Xiao, Bang; Walsh, Michael (5. febrúar 2020). „Coronavirus evacuees battle cockroaches, bad internet on first night on Christmas Island“. ABC News. Sótt 8. febrúar 2020.
  7. „Christmas Island Heritage - Temples and Shrines“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. júní 2020. Sótt 7. júní 2020.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!