Kóralrif

Fjölbreyttar dýrategundir við kóralrrif

Kóralrif[1] (eða kórallarif[2]) er fjölbreytt sjávarvistkerfi bundið saman af kalsíumkarbónati sem kórallar gefa frá sér. Steinkórallar með fjölda holsepa (e. polyps) mynda flest kóralrif. Frumur í húðþekju steinkóralla seyta kalsíumkarbónati sem myndar undirlag sem holseparnir standa á auk þess sem það er stoðgrind dýranna og vörn. Flestar kóraltegundir lifa í sambýli sem gerir að verkum að kóralrif stækka smám saman eitt kóralrif getur verið nokkur þúsund ár að myndast.[3]

Margar mismunandi tegundir kóralla má finna í einu kóralrifi en hver tegund gegnir sérhæfðu hlutverki í byggingu rifsins.[3] Kóralrif geta myndast á mismunandi sjávardýpi en ná sjaldan upp fyrir yfirborðið. Kóralrif hýsa mjög fjölbreytilegan hóp sjávardýra. Kóralrif þekja minna en 0,1% af yfirborði heimsins en 25% allra sjávardýrategunda lifa í eða við þau, þar á meðal fiskar, lindýr, ormar, krabbadýr, skrápdýr, svampdýr, möttuldýr og holdýr. Kóralrif geta blómstrað þótt lítið sé um næringarefni í vatninu í kringum þau.

Kóralrif eru mikilvæg fiskveiðum og verja strendur. Kóralrif eru mjög viðkvæm fyrir breytingum í umhverfinu svo sem breyttu hitastigi vatnsins í nágrenni þeirra. Margs konar hætta steðjar nú að kóralrifjum, m.a. loftslagsbreytingar, súrnun sjávar og vatnsmengun.

Heimildir

  1. „Beygingarlýsing íslensks nútímamáls – kóralrif“. Sótt 15. maí 2017.
  2. „Beygingarlýsing íslensks nútímamáls – kórallarif“. Sótt 15. maí 2017.
  3. 3,0 3,1 Svar við „Hvernig verða kórallar til?“ á Vísindavefnum. Sótt 15. maí 2017.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!