Pjongjang

Pjongjang

Pjongjang (enska Pyongyang, kóreönsk hljóðskrift P'yŏngyang, Hanja 平壤, Hangeul 평양) er stærsta borg og höfuðborg Norður-Kóreu. Pjongjang liggur á ánni Taedong og samkvæmt manntalinu árið 2010 er íbúafjöldi borgarinnar 4.138.187.

Pjongjang er eina borgin í Norður-Kóreu með töluverðu magni af rafljósum. Ríkisstjórn Norður-Kóreu leyfir útlendingum að sjá aðeins ákveðna hluta borgarinnar í samræmi við áróðursstefnu þeirra. Mannréttindi í Norður-Kóreu hafa verið dæmd „hörmuleg“ af Amnesty International og þrátt fyrir áróðursstefnuna eru merki um fátækt landsins augljós í Pjongjang. Flekklaus hótel standa tóm ásamt skrifstofum og öðrum byggingum, fáir bílar og önnur ökutæki eru á götum borgarinnar og ef farið er af opinberu leiðinni er ómalbikaðar götur og fátækrahverfi að finna.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!