Ríad (arabíska: الرياض ar-Riyāḍ) er stærsta borg og höfuðborg Sádi-Arabíu. Borgin er staðsett á miðjum Arabíuskaganum á stórri hásléttu. Íbúafjöldi borgarinnar rúmlega 4.260.000 manns (um 20% þjóðarinnar).
Nafnið Ríad er dregið af arabíska orðinu rawdha sem þýðir garður, nánar tiltekið þess kyns garðar sem myndast í eyðimörkum eftir að rignt hefur á vorin. Þar sem Ríad stendur í dag hefur verið frjósamt svæði í miðri eyðimörkinni í yfir 1500 ár. Sú byggð sem spratt þar var upprunalega þekkt fyrir pálmatrén og aldingarðana sem þar uxu og var nafnið Ríad því valið.