Maníla (Manila) höfuðborg Filippseyja, stendur á stærstu eyju eyjaklasans; Lúson við austanverðan Manílaflóa.
Höfuðborgarsvæðið, Stór-Manílasvæðið tekur til 17 borga og sveitarfélaga og þar búa rúmlega 11 milljónir manns. Maníla ein og sér hefur 1,5 milljón íbúa og er næst fjölmennesta einstaka borg landsins næst á eftir Quezon borg fyrrum höfuðborg landsins sem telst og til stór Manílasvæðisins.
Í borgini búa 1.581.082 manns á 38,55 km², því er Maníla þéttbýlasta borg heims með 41.014 íbúa/km² (sjöttahverfið er þéttbýlast en þar búa 68.266 en svo eru fyrstu tvö hverfin (Tondo) með 64.936 og 64.710 íbúa á km², respectively, en hverfi 5 er strjálbýlast með 19.235 íbúa/km²). Dagsdaglega bætist önnur milljón við þegar námsmenn sækja skóla og starfandi fólk mætir til vinnu.
Tungumál
Opinbert tungumál er filipínska, sem byggir á tagalog. Þar við bætist að enskunnátta er nokkuð almenn, að auki má geta þess að brot af fyrirfólki Filippseyja talar spænsku vegna nýlenduáhrifa.