1967
Árið 1967 (MCMLXVII í rómverskum tölum ) var 67. ár 20. aldar og almennt ár sem hófst á sunnudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu .
Atburðir
Janúar
Veggspjald fyrir Human Be-In-hátíðina í San Francisco.
1. janúar - Í Kanada hófust hátíðahöld vegna 100 ára afmælis sambandsríkisins.
2. janúar - Ronald Reagan tók við embætti ríkisstjóra í Kaliforníu.
5. janúar - Síðasta kvikmynd Charlie Chaplin , Greifynjan frá Hong Kong , var frumsýnd í London.
5. janúar - Menningarbyltingin í Kína: Sjanghækommúnan var stofnuð.
8. janúar - Víetnamstríðið : Cedar Falls-aðgerðin , stærsta aðgerð Bandaríkjahers á jörðu niðri, hófst.
13. janúar - Étienne Eyadema leiddi herforingjabyltingu í Tógó .
14. janúar - Útihátíðin Human Be-In átti sér stað í Golden Gate Park í San Francisco þar sem Timothy Leary mælti hin frægu orð „Turn on, tune in, drop out“.
15. janúar - Gífurlegt hrun varð úr Innstahaus, nyrst við Steinsholtsjökul , sem er skriðjökull norður úr Eyjafjallajökli .
18. janúar - Albert DeSalvo var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir nauðganir og rán, en deilt er um hvort hann hafi verið raðmorðinginn sem var kallaður Boston-kyrkjarinn .
23. janúar - Í München hófust réttarhöld yfir Wilhelm Harster sem var yfirmaður leynilögreglu nasista í Hollandi í síðari heimsstyrjöld.
23. janúar - Bærinn Milton Keynes var stofnaður á Englandi.
26. janúar - Breska þingið ákvað að þjóðnýta 90% af breska stáliðnaðinum.
26. janúar - 58 cm af snjó féllu í Chicago-hríðinni 1967 sem var met.
27. janúar - Þrír bandarískir geimfarar fórust þegar kviknaði í Apollo-geimflaug á lendingarpalli við æfingar.
27. janúar - Bandaríkin, Sovétríkin og Bretland undirrituðu Útgeimssamninginn um bann við gjöreyðingarvopnum í geimnum.
Febrúar
Opna úr Madrídarhandriti Leonardo da Vinci.
Mars
Walt Disney skoðar plasthöfuð fyrir Pirates of the Caribbean draugalestina í Disneylandi.
Apríl
Mótmæli gegn Víetnamstríðinu í New York 15. apríl.
Maí
Óeirðalögregla býr sig undir átök í Hong Kong 12. maí.
Júní
Ísraelskir fallhlífarhermenn eftir hernám gömlu Jerúsalem 7. júní.
Júlí
Brunarústir eftir uppþotin í Detroit.
Ágúst
Hæstaréttardómarinn Thurgood Marshall árið 1967.
September
Kungsgatan í Stokkhólmi 3. september.
Október
Krýningarathöfn Múhameðs Resa Palaví og Farah Diba í Teheran.
Nóvember
Bandarískir hermenn í orrustunni um Dak To í Víetnam.
Desember
Flugvélin Concorde afhjúpuð.
Ódagsettir atburðir
Síldarkreppan hófst og olli atvinnuleysi og samdrætti í einkaneyslu á Íslandi. Hún náði hámarki árið 1969.
Ástarsumarið átti sér stað í San Francisco í Bandaríkjunum.
Fædd
1. janúar - Felix Bergsson , íslenskur leikari, söngvari og útvarpsmaður.
2. janúar - Jón Gnarr , íslenskur leikari, skemmtikraftur og stjórnmálamaður.
2. janúar - Basile Boli , franskur knattspyrnumaður.
5. janúar - Markus Söder , þýskur stjórnmálamaður.
8. janúar - R. Kelly , bandarískur rappari.
9. janúar - Teitur Örlygsson , íslenskur körfuknattleiksmaður.
14. janúar - Zakk Wylde , bandarískur tónlistarmaður.
16. janúar - Helena Stefánsdóttir , íslenskur leikstjóri.
18. janúar - Anjem Choudary , breskur íslamisti.
18. janúar - Pieter Huistra , hollenskur knattspyrnumaður.
21. janúar - Alfred Jermaniš , slóvenskur knattspyrnumaður.
23. janúar - Magdalena Andersson , sænsk stjórnmálakona.
24. janúar - Phil LaMarr , bandarískur leikari.
25. janúar - David Ginola , franskur knattspyrnumaður.
2. febrúar - Edu Manga , brasilískur knattspyrnumaður.
3. febrúar - Aurelio Vidmar , ástralskur knattspyrnumaður.
4. febrúar - Þorsteinn Guðmundsson , íslenskur skemmtikraftur.
14. febrúar - Mark Rutte , hollenskur stjórnmálamaður.
18. febrúar - Roberto Baggio , ítalskur knattspyrnumaður.
20. febrúar - Kurt Cobain , bandarískur tónlistarmaður (d. 1994 ).
20. febrúar - David Herman , bandarískur leikari.
20. febrúar - Nenad Maslovar , svartfellskur knattspyrnumaður.
23. febrúar - Tetsuya Asano , japanskur knattspyrnumaður.
25. febrúar - Nick Leeson , breskur verðbréfasali.
26. febrúar - Kazuyoshi Miura , japanskur knattspyrnumaður.
7. mars - Mustapha Ishak Boushaki , alsírskur eðlisfræðingur.
12. mars - Jorge Dely Valdés , panamískur knattspyrnumaður.
13. mars - Andrés Escobar , kólumbískur knattspyrnumaður (d. 1994 ).
15. mars - Baldur Trausti Hreinsson , íslenskur leikari.
16. mars - John Darnielle , bandarískur tónlistarmaður.
19. mars - Björgólfur Thor Björgólfsson , íslenskur kaupsýslumaður.
23. mars - John Wayne Bobbitt , bandarískur leikari.
29. mars - Margrét Lóa Jónsdóttir , íslenskt skáld og rithöfundur.
30. mars - Gerald McCullouch , bandarískur leikari.
31. mars - Ľubomír Luhový , slóvakískur knattspyrnumaður.
12. apríl - Shinkichi Kikuchi , japanskur knattspyrnumaður.
17. apríl - Birgitta Jónsdóttir , íslenskt skáld og stjórnmálamaður.
21. apríl - Guðmundur Bragason , íslenskur körfuknattleiksmaður.
22. apríl - Víðir Reynisson , íslenskur lögregluþjónn.
23. apríl - Melina Kanakaredes , bandarísk leikkona.
27. apríl - Willem Alexander konungur Hollands.
30. apríl - Fílípp Kírkorov , rússneskur söngvari.
1. maí - Tim McGraw , bandarískur sveitasöngvari.
5. maí - Carlos Alberto Dias , brasilískur knattspyrnumaður.
10. maí - Nobuhiro Takeda , japanskur knattspyrnumaður.
14. maí - Rondey Robinson , bandarískur körfuknattleiksmaður.
18. maí - Heinz-Harald Frentzen , þýskur ökuþór.
29. maí - Noel Gallagher , breskur tónlistarmaður.
6. júní - David Dayan Fisher , enskur leikari.
7. júní - Yuji Sakakura , japanskur knattspyrnumaður.
9. júní - Helgi Hjörvar , íslenskur stjórnmálamaður.
10. júní - Pavel Badea , rúmenskur knattspyrnumaður.
10. júní - Heimir Hallgrímsson , íslenskur knattspyrnumaður.
16. júní - Jürgen Klopp , þýskur knattspyrnuþjálfari.
17. júní - Zinho , brasilískur knattspyrnumaður.
20. júní - Nicole Kidman , áströlsk leikkona.
20. júní - Angela Melillo , ítölsk leikkona.
23. júní - Stella Hjaltadóttir , íslensk skíðagöngukona.
1. júlí - Pamela Anderson , bandarísk leikkona.
2. júlí - Claudio Biaggio , ítalskur knattspyrnumaður.
12. júlí - Rebekka A. Ingimundardóttir , íslensk leikkona.
12. júlí - John Petrucci , bandarískur gítarleikari.
13. júlí - Sóley Elíasdóttir , íslensk leikkona.
16. júlí - Will Ferrell , bandarískur leikari.
20. júlí - Magnús Gylfason , íslenskur knattspyrnumaður.
23. júlí - Philip Seymour Hoffman , bandarískur leikari (d. 2014 ).
25. júlí - Matt LeBlanc , bandarískur leikari.
8. ágúst - Sung Jae-ki , suðurkóreskur mannréttindafrömuður (d. 2013 ).
9. ágúst - Ralph Hasenhuttl , austurrískur knattspyrnustjóri.
11. ágúst - Sigursteinn Másson , íslenskur kvikmyndagerðarmaður.
11. ágúst - Joe Rogan , bandarískur þáttastjórnandi.
13. ágúst - Jeanine Áñez , bólivísk stjórnmálakona.
15. ágúst - Tristan Elizabeth Gribbin , íslensk leikkona.
26. ágúst - Illugi Gunnarsson , íslenskur stjórnmálamaður.
5. september - Matthias Sammer , þýskur knattspyrnumaður.
16. september - Hrannar Björn Arnarsson , íslenskur stjórnmálamaður.
18. september - Masami Ihara , japanskur knattspyrnumaður.
19. september - Roland Schimmelpfennig , þýskt leikskáld.
21. september - Faith Hill , bandarísk söngkona.
23. september - Masashi Nakayama , japanskur knattspyrnumaður.
29. september - Lilly Wachowski , bandarískur leikstjóri.
30. september - Ragnheiður Elín Árnadóttir , íslenskur stjórnmálamaður.
8. október - Primož Gliha , slóvenskur knattspyrnumaður.
10. október - Gavin Newsom , bandarískur stjórnmálamaður.
15. október - Gustavo Zapata , argentínskur knattspyrnumaður.
16. október - Marteinn Þórsson , íslenskur kvikmyndaleikstjóri.
16. október - Örn Marinó Arnarson , íslenskur kvikmyndaleikstjóri.
22. október - Carlos Mencia , bandarískur leikari.
26. október - Keith Urban , bandarískur kántrísöngvari.
28. október - Julia Roberts , bandarísk leikkona.
3. nóvember - Steven Wilson , enskur tónlistarmaður
5. nóvember - Judy Reyes , dóminísk leikkona.
7. nóvember - David Guetta , franskur plötusnúður.
9. nóvember - Yoshiro Moriyama , japanskur knattspyrnumaður.
12. nóvember - Takuya Takagi , japanskur knattspyrnumaður.
13. nóvember - Steve Zahn , bandarískur leikari.
23. nóvember - Kristján B. Jónasson , íslenskur útgefandi.
25. nóvember - Hannes Smárason , kaupsýslumaður.
28. nóvember - Anna Nicole Smith , bandarísk fyrirsæta (d. 2007 ).
30. nóvember - Styrmir Sigurðsson , íslenskur leikstjóri.
2. desember - Júlíus Kemp , íslenskur kvikmyndagerðarmaður.
5. desember - Kjartan Magnússon , íslenskur stjórnmálamaður.
13. desember - Jamie Foxx , bandarískur leikari.
17. desember - Gigi D'Agostino , ítalskur plötusnúður.
19. desember - Guðlaugur Þór Þórðarson , íslenskur stjórnmálamaður.
21. desember - Mikheil Saakashvili , georgískur stjórnmálamaður.
Dáin
3. janúar - Jack Ruby , maðurinn sem drap Lee Harvey Oswald (f. 1911).
14. febrúar - Forugh Farrokhzad , írönsk kvikmyndagerðarkona og skáld (f. 1934 ).
18. febrúar - J. Robert Oppenheimer , bandarískur eðlisfræðingur, kallaður „faðir atómsprengjunnar“ (f. 1904 ).
23. febrúar - Sigurður Einarsson í Holti , íslenskur stjórnmálamaður (f. 1898 ).
5. mars - Múhameð Mossadek , íranskur stjórnmálamaður (f. 1882 ).
4. apríl - Héctor Scarone , úrúgvæskur knattspyrnumaður (f. 1898 ).
13. apríl - Friðþjófur Thorsteinsson , íslenskur knattspyrnumaður (f. 1895 ).
19. apríl - Konrad Adenauer , vesturþýskur stjórnmálamaður (f. 1876 ).
5. maí - Jón Dúason , íslenskur hagfræðingur (f. 1888 ).
14. maí - Osvaldo Moles , brasilískur blaðamaður (f. 1913 ).
22. maí - Langston Hughes , bandarískt skáld (f. 1902 ).
10. júní - Spencer Tracy , bandarískur leikari (f. 1900 ).
29. júní - Jayne Mansfield , bandarísk leikkona og fyrirsæta (f. 1933 ).
7. júlí - Vivien Leigh , bresk leikkona (f. 1904 ).
21. júlí - Albert Luthuli , suðurafrískur stjórnmálamaður (f. 1898 ).
22. júlí - Carl Sandburg , bandarískur rithöfundur og skáld (f. 1878 ).
19. ágúst - Hugo Gernsback , bandarískur útgefandi (f. 1884 ).
25. ágúst - George Lincoln Rockwell , stofnandi bandaríska nasistaflokksins, myrtur (f. 1918 ).
27. ágúst - Brian Epstein , umboðsmaður Bítlanna (f. 1934 ).
19. september - Sigfús Bergmann Bjarnason , íslenskur forstjóri (f. 1913 ).
7. október - Norman Angell , enskur blaðamaður (f. 1872 ).
8. október - Clement Attlee , breskur stjórnmálamaður (f. 1893 ).
9. október - Che Guevara , byltingarmaður og einn af hershöfðingjum Fidel Castro (f. 1928 ).
17. október - Pu-Yi , síðasti keisari Kína (f. 1900 ).
19. nóvember - Casimir Funk , pólskur lífefnafræðingur (f. 1884 ).
9. desember - Haraldur Björnsson , íslenskur leikari (f. 1891 ).
10. desember - Otis Redding , bandarískur söngvari (f. 1941 ).
17. desember - Harold Holt , ástralskur stjórnmálamaður (f. 1908 ).
Tilvísanir
↑ Dagurinn þegar fyrsta þotan lenti í Reykjavík Vísir, 27. október 2024