10. janúar
10. janúar er 10. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 355 dagar (356 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
- 236 - Fabíanus varð páfi.
- 1072 - Normannar lögðu Palermó undir sig.
- 1613 - Kalmarófriðnum lauk með friðarsamningum í Knærød.
- 1789 - Fyrstu forsetakosningum í Bandaríkjunum lauk en þær höfðu staðið yfir frá 15. desember 1788. George Washington var í raun einn í framboði.
- 1810 - Hjónaband Napóleons Bónaparte og Jósefínu keisaraynju var dæmt ógilt.
- 1884 - Fyrsta góðtemplarastúkan á Íslandi, Ísafold nr. 1 á Akureyri, stofnuð í Friðbjarnarhúsi með 12 stofnfélaga.
- 1902 - Ellen Dougherty varð fyrsti löggilti hjúkrunarfræðingur í heimi.
- 1927 - Kvikmyndin Metropolis eftir Fritz Lang frumsýnd.
- 1929 - Ævintýri Tinna, eftir Hergé, komu út í fyrsta sinn.
- 1940 - Áhöfninni á þýska skipinu Bahia Blanca bjargað og óttaðist fólk að þeir væru hermenn sem ættu að aðstoða þýskan innrásarher.
- 1944 - Laxfoss strandaði út af Örfirisey í blindbyl. Mannbjörg varð, skipinu var bjargað og það sigldi í fjögur ár eftir þetta.
- 1957 - Harold Macmillan varð forsætisráðherra Bretlands.
- 1974 - Þjóðgarður var stofnaður í Jökulsárgljúfrum.
- 1977 - Eldgos hófst í Nyiragongo í Saír. Hraunflóðið olli dauða 70 manna.
- 1978 - Leiðtogi andstöðunnar gegn stjórn Somozas í Níkaragva, Pedro Joaquín Chamorro Cardenal, var myrtur.
- 1981 - Borgarastyrjöldin í El Salvador: FMLN hóf stórsókn og lagði héruðin Morazán og Chalatenango undir sig.
- 1983 - Brúðumyndaþáttur Jim Henson, Búrabyggð, hóf göngu sína í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi.
- 1984 - Stjórnmálasambandi var komið á milli Bandaríkjanna og Vatíkansins.
- 1984 - Þingkosningar voru haldnar í Danmörku.
- 1989 - Kúbumenn hófu að draga herlið sitt frá Angóla.
- 1994 - Þyrlusveit Varnarliðsins bjargaði sex skipverjum af Goðanum í fárviðri í Vöðlavík við Reyðarfjörð. Einn maður fórst.
- 1998 - Mesti 10 mínútna vindhraði mældist við Esju, 62,5 metrar á sekúndu.
- 1999 - Sanjeev Nanda myrti 3 lögreglumenn í Nýju Delí en var síðar sýknaður.
- 1999 - Sjónvarpsþáttaröðin Soprano-fjölskyldan hóf göngu sína á HBO.
- 2000 - America Online keypti Time Warner fyrir 162 milljarða bandaríkjadala. Þetta var stærsti fyrirtækjasamruni sögunnar á þeim tíma.
- 2001 - Wikipedia hóf göngu sína sem hluti af Nupedia. Fimm dögum síðar varð hún sérstakur vefur.
- 2001 - Þjóðbúningaráð var stofnað á Íslandi.
- 2001 - Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna samþykkti samruna America Online og Time Warner.
Fædd
- 1480 - Margrét af Austurríki, landstjóri Niðurlanda (d. 1530).
- 1607 - Isaac Jogues, franskur trúboði (d. 1646).
- 1869 - Grígoríj Raspútín, rússneskur munkur (d. 1916).
- 1880 - Manuel Azaña, síðasti forseti Spánar (d. 1940).
- 1888 - Pétur Magnússon, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1948).
- 1927 - Megumu Tamura, japanskur knattspyrnumaður.
- 1931 - Sigurveig Jónsdóttir, íslensk leikkona (d. 2008).
- 1934 - Leoníd Kravtsjúk, fyrsti forseti Úkraínu (d. 2022).
- 1938 - Donald Knuth, bandarískur tölvunarfræðingur.
- 1944 - Frank Sinatra yngri, bandarískur söngvari (d. 2016).
- 1945 - Rod Stewart, enskur söngvari.
- 1949 - George Foreman, bandariskur boxari.
- 1949 - Linda Lovelace, bandarísk leikkona (d. 2002).
- 1964 - Brad Roberts, kanadískur söngvari (Crash Test Dummies).
- 1965 - Ólafur Guðmundsson, íslenskur leikari.
- 1965 - Hiroshi Hirakawa, japanskur knattspyrnumaður.
- 1972 - Thomas Alsgaard, norskur gönguskíðagarpur.
- 1972 - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1974 - Jemaine Clement, nýsjálenskur leikari.
- 1977 - Michelle O'Neill, írsk stjórnmálakona.
- 1982 - Josh Ryan Evans, bandarískur leikari (d. 2002).
- 1987 - César Cielo, brasilískur sundmaður.
- 1989 - Sigurður Þorri Gunnarsson, útvarpsmaður.
- 1990 - Stefano Lilipaly, indónesískur knattspyrnumaður.
- 1999 - Mason Mount, enskur knattspyrnumaður.
- 2002 - Andri Fannar Baldursson, íslenskur knattspyrnumaður.
Dáin
- 1218 - Húgó 1., konungur Kýpur (f. 1195).
- 1276 - Gregoríus 10. páfi (f. 1210).
- 1321 - María af Brabant, drottning Frakklands (f. 1254).
- 1645 - William Laud, erkibiskup í Kantaraborg, líflátinn fyrir landráð (f. 1573).
- 1761 - Edward Boscawen, enskur aðmíráll (f. 1711).
- 1778 - Carl von Linné, sænskur grasafræðingur og læknir (f. 1707).
- 1811 - Marie-Joseph Chénier, franskt ljóðskáld (f. 1764).
- 1833 - Adrien-Marie Legendre, franskur stærðfræðingur (f. 1752).
- 1862 - Samuel Colt, bandarískur uppfinningamaður (f. 1814).
- 1910 - Frederik Vermehren, danskur listmálari (f. 1823).
- 1911 - Oddur V. Gíslason, íslenskur sjómaður (f. 1836).
- 1938 - Donald Knuth, bandarískur tölvunarfræðingur.
- 1951 - Sinclair Lewis, bandarískur rithöfundur (f. 1885).
- 1957 - Gabriela Mistral, chileanskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1889).
- 1961 - Dashiell Hammett, bandarískur rithöfundur (f. 1894).
- 1984 - Souvanna Phouma, forsætisráðherra Laos (f. 1901).
- 1986 - Jaroslav Seifert, tékkneskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1901).
- 1998 - Þorvaldur Guðmundsson, íslenskur kaupmaður (f. 1911).
- 2016 - David Bowie, enskur söngvari (f. 1947).
- 2017 - Roman Herzog, þýskur stjórnmálamaður (f. 1934).
- 2023 - Konstantín 2. Grikkjakonungur (f. 1940).
Mánuðir og dagar ársins |
---|
Janúar | |
---|
Febrúar | |
---|
Mars | |
---|
Apríl | |
---|
Maí | |
---|
Júní | |
---|
Júlí | |
---|
Ágúst | |
---|
September | |
---|
Október | |
---|
Nóvember | |
---|
Desember | |
---|
Tengt efni | |
---|
|
|