11. mars - Vélbáturinn Hellisey frá Vestmannaeyjum sökk og fórust allir nema einn maður, Guðlaugur Friðþórsson, sem náði að synda alla leið í land, um fimm kílómetra langa leið.
13. maí - Sprenging varð í flotastöð sovéska hersins í Severomorsk. Hundruð manna fórust og tveir þriðju allra flugskeyta sovéska norðurflotans eyðilögðust.
26. maí - Sextán létust í metangassprengingu í vatnshreinsistöð í Abbeystead í Lancashire á Englandi.
4. september - Síðasta hrina Kröfluelda hófst, sú níunda í röðinni og var hún kraftmest og stóð í hálfan mánuð. Í þessari hrinu runnu 24 km² af hrauni.
20. september - 24 létust þegar bílasprengja á vegum Hezbollah sprakk við bandaríska sendiráðið í Beirút.
26. september - Bretland og Alþýðulýðveldið Kína undirrituðu fyrsta samkomulagið um að Kína tæki yfir stjórn Hong Kong árið 1997.
29. september - 366 handtökutilskipanir voru gefnar út á Ítalíu á grundvelli framburðar mafíuforingjans Tommaso Buscetta.
Október
4. október - Öll aðildarfélög BSRB hófu verkfall sem lamaði íslenskt samfélag nær algerlega.
5. október - Hjónin Eiríkur J. Eiríksson og Kristín Jónsdóttir gáfu Bæjar- og héraðsbókasafninu á Selfossi bókasafn sitt með um 30 þúsund bindum. Er þetta talin mesta bókagjöf á Íslandi.
20. október - Ríkisstjórn Bettino Craxi á Ítalíu gaf út Berlusconi-reglugerðina svokölluðu sem heimilaði einkareknum sjónvarpsstöðvum útsendingar á landsvísu eftir að dómstólar höfðu dæmt þær ólöglegar.
24. október - Ríkisstjórn Eþíópíu óskaði eftir aðstoð umheimsins eftir að miklir þurrkar leiddu til hungursneyðar.
30. október - Samningar tókust milli ríkisins og BSRB en þá hafði allsherjarverkfall staðið frá 4. október.
31. október - Forsætisráðherra Indlands, Indira Gandhi, var myrt af tveimur öryggisvörðum sínum í hefndarskyni fyrir blóðbaðið í Amritsar. Sonur hennar, Rajiv Gandhi, tók við sem forsætisráðherra.