Norræna (ferja)

Norröna
Skipsnafn Norröna II
Smíðaár 2003
Útgerð Smyril Line
Brúttórúmlestir 36000
Siglingarhraði 21 míl
Farþegafjöldi 1.482
Bílafjöldi 800
Lengd 164 m
Breidd 30 m

Norræna (Norröna) er farþegaferja í eigu færeyska hlutafélagsins Smyril Line. Nafnið hefur fyrirtækið notað síðan fyrsta ferja þess var tekin í notkun árið 1984, árið 2003 var tekið í notkun nýtt skip sem hlaut þetta nafn og var þá nafni eldra skipsins breytt í Norræna I (Norröna I), sem það bar þar til það var selt frá fyrirtækinu. Norræna hefur frá upphafi verið í áætlunarsiglingum milli Íslands og annarra Evrópulanda.

Gamla Norræna

Gamla Norræna (Norröna I) var smíðuð árið 1973 í Rendsborg og bar þá nafnið „Gustav Wasa“. Árið 1984 komst hún eigu Smyril Line og fékk nafnið Norröna og sigldi hún í áætlunum milli Íslands, Færeyja, Danmerkur og Noregs. Árið 2003 tók Smyril Line í gagnið nýtt skip sem var sérsmíðað fyrir fyrirtækið og var því einnig gefið nafnið Norröna. Gamla ferjan siglir enn undir færeyskum fána en ber nú heitið „Logos Hope“ og gegnir hlutverki trúboðaskips og er í eigu félagsins „OM Ships International“.

Nýja Norræna

Nýja Norræna er bílferja sem hefur upp á mikil þægindi að bjóða fyrir farþega. Hún var smíðuð í Lübeck í Þýskalandi árið 2003 og hóf áætlanasiglingar þá um vorið.

Lengd skipsins eru 164m og breiddin 30m, um borð er pláss fyrir 1500 farþega og 800 bíla. Yfir sumartímann telur starfsmannafjöldinn um borð u.þ.b. 120 manns.

Um borð í Norrænu eru klefar fyrir farþega, stór verslunarkjarni, veitingastaðir, barir, næturklúbbur, leiksvæði fyrir börn, spilakassasalur, sundlaug, líkamsræktarsalur o.fl.

Kostnaður við smíði skipsins var um 100 milljón evrur, sem var stór biti fyrir Smyril Line og lenti fyrirtækið í vandræðum um tíma. En með aðstoð Íslendinga, Hjaltlendinga og fleiri var það tryggt að Norræna yrði áfram færeyskt skip.

Norræna er stærsta farþegaskip Færeyinga. Hún siglir milli ýmist Hirtshals í Danmörku, Þórshafnar í Færeyjum og Seyðisfjarðar á Íslandi.

Myndir

Tenglar

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!