Fyrsta einsöngsframkoma hennar var í kirkju þegar hún söng lagið „Near to the heart of god“, aðeins 10 ára gömul.
Árið 1998 vann hún keppni og verðlaunin voru þau að hún fengi að syngja með kanadísku söngkonunni Shania Twain í tónleikaferð hennar. Avril stóð við hlið söngkonunnar á tónleikum í Ottawa, Kanada og þær sungu saman „What Made You Say That“.
Avril á eina yngri systur sem heitir Michelle og einn eldri bróður sem heitir Matthew.