19. febrúar
19. febrúar er 50. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 315 dagar (316 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
Fædd
- 1473 - Nikulás Kópernikus, pólskur stjörnufræðingur (d. 1543).
- 1859 - Svante August Arrhenius, sænskur vísindamaður (d. 1927).
- 1865 - Sven Hedin, sænskur landkönnuður (d. 1952).
- 1901 - Muhammad Naguib, forseti Egyptalands (d. 1984)
- 1940 - Saparmyrat Nyýazow, forseti Túrkmenistan (d. 2006).
- 1940 - Andrzej Strejlau, pólskur þjálfari Knattspyrnufélagsins Fram.
- 1946 - Karen Silkwood, bandarískur tæknifræðingur (d. 1974).
- 1948 - Tony Iommi, breskur tónlistarmaður (Black Sabbath).
- 1953 - Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands.
- 1953 - Cristina Fernández de Kirchner, forseti Argentinu.
- 1957 - Falco, austurrískur söngvari (d. 1998).
- 1957 - Adolf H. Berndsen, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1957 - Ray Winstone, enskur leikari.
- 1960 – Andrés prins, hertogi af Jórvík.
- 1963 - Slobodan Dubajić, serbneskur knattspyrnumaður.
- 1964 - Jennifer Doudna, bandarískur lífefnafræðingur.
- 1981 - Kyle Martino, bandarískur knattspyrnumaður.
- 1983 - Daigo Kobayashi, japanskur knattspyrnumaður.
- 1985 - Haylie Duff, bandarísk leikkona.
- 1986 - Maria Mena, norsk söngkona.
- 1986 - Marta Vieira da Silva, brasilísk knattspyrnukona.
Dáin
- 1405 - Tímúr, túrkmenskur herstjóri (f. 1336).
- 1449 - Elinóra af Aragóníu, drottning Portúgals, kona Játvarðar Portúgalskonungs (f. 1402).
- 1605 - Orazio Vecchi, ítalskt tónskáld (f. 1550).
- 1670 - Friðrik 3. Danakonungur (f. 1609).
- 1885 - Manni (Ármann Sveinsson), bróðir Jóns Sveinssonar (f. 1861).
- 1897 - Karl Weierstrass, þýskur stærðfræðingur (f. 1815).
- 1927 - Georg Brandes, danskur fræðimaður (f. 1842).
- 1951 - André Gide, franskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1869).
- 1952 - Knut Hamsun, norskur rithöfundur, Nóbelsverðlaunahafi (f. 1859).
- 1954 - Axel Pehrsson-Bramstorp, sænskur stjórnmálamaður (f. 1883).
- 1981 - Steinn Steinsen, bæjarstjóri Akureyrar (f. 1891).
- 1994 - Dagur Sigurðarson, íslenskt skáld (f. 1937).
- 1997 - Deng Xiaoping, leiðtogi Alþýðulýðveldisins Kína (f. 1904).
- 1999 - Mohammad Sadeq al-Sadr, írakskur shíta-leiðtogi (myrtur).
- 2012 - Renato Dulbecco, ítalskur veirufræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1914).
- 2012 - Ruth Barcan Marcus, bandarískur heimspekingur (f. 1921).
- 2013 - Robert Coleman Richardson, bandarískur eðlisfræðingur (f. 1937).
- 2016 - Umberto Eco, ítalskur rithöfundur (f. 1932).
- 2016 - Harper Lee, bandariskur rithofundur (f. 1926).
Mánuðir og dagar ársins |
---|
Janúar | |
---|
Febrúar | |
---|
Mars | |
---|
Apríl | |
---|
Maí | |
---|
Júní | |
---|
Júlí | |
---|
Ágúst | |
---|
September | |
---|
Október | |
---|
Nóvember | |
---|
Desember | |
---|
Tengt efni | |
---|
|
|