7. maí - Sigfús Eymundsson sýndi talvél (grafófón), sem hann hafði keypt af Guðbrandi Finnbogasyni konsúl fyrir 300 krónur, á stúdentafundi. „Hafði hún þar upp drykkjulög, sem einhverjir dónar hbfðu sungið inn í hana í Nýju-Jórvík.“ Næstu daga gátu menn svo fengið að hlusta á talvélina fyrir 25 aura.
13. maí - Guglielmo Marconi sendi fyrsta loftskeytið sem sent var yfir opið haf, frá Lavernock Point í Wales yfir Bristol-sund til Flat Holm Island, 6 kílómetra leið. Skeytið var þrjú orð: „Are you ready“.
21. ágúst - Þýski efnafræðingurinn Felix Hoffmann bjó til heróín í fyrsta sinn. Fyrr í sama mánuði hafði honum tekist að búa til aspirín í stöðugu formi og fékk einkaleyfi á því en umdeilt er þó hvort hann var fyrstur til þess.
5. október - S.A. Andrée og menn hans komu til Hvíteyjar, einnar Svalbarðaeyjanna, eftir að hafa rekið þangað á ísjaka. Þeir létust allir innan fárra daga og fundust lík þeirra ekki fyrr en 1930.