Melavöllurinn

Melavöllurinn
Fullt nafnMelavöllurinn
Staðsetning Reykjavík, Ísland
Hnit 64° 8'32.86"N, 21°57'1.44"W
Byggður1925
Opnaður 17. júní 1926
Endurnýjaður1930
Lokaður1984
Rifinn1985
Eigandi
YfirborðMöl
Notendur
Knattspyrnufélögin í Reykjavík og KSÍ
Hámarksfjöldi
Sætium 500
Stæðium 1000
Stærð
102m x 68m

Melavöllurinn var íþróttaleikvangur sem var reistur af Íþróttasambandi Reykjavíkur á Melunum (Skildinganesmelum) sunnan Hringbrautar í Vesturbæ Reykjavíkur árið 1925. Völlurinn var vígður 17. júní 1926 og var notaður til knattspyrnuiðkunar allt til ársins 1984 þegar hann var lagður niður.

Saga vallarins

Í kjölfar þess að Íþróttavöllurinn á Melunum var dæmdur ónothæfur þurfti að leita á önnur mið til að leika knattspyrnu. Ákveðið var að reisa völl nálægt þeim stað sem gamli íþróttavöllurinn hafði staðið. Hafist var handa við að byggja hann 1925 og var hann vígður þann 17. júní árið 1926. Fyrsta mótið sem fór þar fram var allsherjarmót ÍSÍ.

Framan af var það þó knattspyrnan sem var ráðandi á Melavellinum, en árin 1926 - 1959 voru nær allir leikir í efstu deild karla í knattspyrnu leiknir á honum og Íslandsmeistaratitillinn var afhentur þar í 31 skipti á þeim árunum fyrir utan þrjú ár, 1928 var bikarinn afhentur í Iðnó, en 1957 og 1959 á Laugardalsvelli.

Laugardalsvöllurinn var vígður árið 1957 og með tilkomu grasvallar þótti Melavöllurinn sem malarvöllur óspennandi kostur og æ færri leikir voru leiknir þar í efstu deild. Bikarúrslitaleikirnir voru þó enn leiknir á Melavellinum allt fram til ársins 1972. Flóðljós voru sett þar upp árið 1971. Völlurinn var þó ekki lagður af strax og héldur æfingar frjálsíþróttafólks og yngri flokka í knattspyrnu áfram, þar var skautasvell á vetrum auk þess sem tónleikar voru haldnir þar af og til. Frægir pönktónleikar, Melarokk, voru haldnir þar árið 1982. Völlurinn var loks lagður niður árið 1984 sama ár og nýr gervigrasvöllur var tekinn í notkun í Laugardal.

Síðasti leikurinn í efstu deild sem fór þar fram var viðureign KA og KR. KA vann 1-0 og var það Hinrik Þórhallsson sem skoraði sigurmarkið, og síðasta markið á Melavellinum, 55 árum eftir að Helgi Eiríksson, Víkingi Reykjavík, skoraði fyrsta markið þar í 4-1 sigri á Val.

Staðsetning

Melavöllurinn stóð innan þess svæði sem nú til dags afmarkast af Hringbraut, Birkimel, Melatorgi, Suðurgötu og Hótel Sögu. Hann stóð alveg upp við Suðurgötu og einhver hluti hans var þar sem Þjóðarbókhlaðan stendur nú.

Heimild

  • Jón M. Ívarsson (2005). Gísli Halldórsson : minningar, menn og málefni. Tómasarhagi 31.
  • Sigmundur Ó. Steinarsson (2011). 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu (fyrra bindi). KSÍ.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!