Michelle O'Neill

Michelle O'Neill
Michelle O'Neill árið 2022.
Fyrsti ráðherra Norður-Írlands
Núverandi
Tók við embætti
3. febrúar 2024
ForveriPaul Givan
Persónulegar upplýsingar
Fædd10. janúar 1977 (1977-01-10) (47 ára)
Fermoy, County Cork, Írlandi
ÞjóðerniÍrsk
StjórnmálaflokkurSinn Féin
MakiPaddy O'Neill ​(g. 1995; sk. 2014)
Börn2

Michelle O'Neill (f. Doris; 10. janúar 1977) er írsk stjórnmálakona sem hefur verið fyrsti ráðherra Norður-Írlands frá árinu 2024. O'Neill er varaforseti írska lýðveldisflokksins Sinn Féin, sem aðhyllist aðskilnað Norður-Írlands frá Bretlandi og sameiningu við Írska lýðveldið. Hún er fyrsti lýðveldissinninn sem hefur gegnt embætti fyrsta ráðherra Norður-Írlands.

Æviágrip

Sinn Féin undir forystu Michelle O'Neill vann sögulegan sigur í þingkosningum Norður-Írlands árið 2022. Flokkurinn hlaut 27 af 90 þingsætum og varð stærsti flokkurinn á norður-írska þinginu. Þetta var í fyrsta sinn sem lýðveldissinnaður flokkur varð stærstur á þinginu.[1]

Norður-írska þingið var óvirkt í nærri tvö ár eftir kosningarnar þar sem Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), stærsti flokkur breskra sambandssinna á Norður-Írlandi, sniðgekk þingið til að mótmæla verslunarmálum sem tengdust Brexit-fyrirkomulagi bresku ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt samningi föstudagsins langa frá 1998 þurfa lýðveldissinnar og sambandssinnar að mynda ríkisstjórn Norður-Írlands saman.[2]

Sinn Féin og DUP komu sér loks saman um myndun nýrrar stjórnar í febrúar 2024. Samkvæmt stjórnarsáttmála þeirra varð Michelle O'Neill fyrsti ráðherra Norður-Írlands en Emma Little-Peng­elly úr DUP varð varaforsætisráðherra. Samkvæmt samningi föstudagsins langa eru fyrsti ráðherra og varaforsætisráðherra jafnvaldamikilir í ríkisstjórninni. O'Neill tók við embætti þann 3. febrúar 2024.[3]

Tilvísanir

  1. Erla María Markúsdóttir (15. maí 2022). „Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða“. Kjarninn. Sótt 3. febrúar 2024.
  2. Magnús Jochum Pálsson (3. febrúar 2024). „Írskur þjóð­ernis­sinni for­sætis­ráð­herra Norður-Ír­lands í fyrsta sinn“. Vísir. Sótt 3. febrúar 2024.
  3. „Fyrsti forsætisráðherrann úr Sinn Féin“. mbl.is. 3. febrúar 2024. Sótt 3. febrúar 2024.


Fyrirrennari:
Paul Givan
Fyrsti ráðherra Norður-Írlands
(3. febrúar 2024 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!