Michelle O'Neill (f. Doris; 10. janúar 1977) er írsk stjórnmálakona sem hefur verið fyrsti ráðherra Norður-Írlands frá árinu 2024. O'Neill er varaforseti írska lýðveldisflokksins Sinn Féin, sem aðhyllist aðskilnað Norður-Írlands frá Bretlandi og sameiningu við Írska lýðveldið. Hún er fyrsti lýðveldissinninn sem hefur gegnt embætti fyrsta ráðherra Norður-Írlands.
Æviágrip
Sinn Féin undir forystu Michelle O'Neill vann sögulegan sigur í þingkosningum Norður-Írlands árið 2022. Flokkurinn hlaut 27 af 90 þingsætum og varð stærsti flokkurinn á norður-írska þinginu. Þetta var í fyrsta sinn sem lýðveldissinnaður flokkur varð stærstur á þinginu.[1]
Sinn Féin og DUP komu sér loks saman um myndun nýrrar stjórnar í febrúar 2024. Samkvæmt stjórnarsáttmála þeirra varð Michelle O'Neill fyrsti ráðherra Norður-Írlands en Emma Little-Pengelly úr DUP varð varaforsætisráðherra. Samkvæmt samningi föstudagsins langa eru fyrsti ráðherra og varaforsætisráðherra jafnvaldamikilir í ríkisstjórninni. O'Neill tók við embætti þann 3. febrúar 2024.[3]