Starfsævi hennar náði yfir meira en 70 ár. Í bókum hennar má finna mikið af vísunum í líf hennar og sögupersónur hennar eru sumar byggðar á raunverulegum persónum í lífi hennar. Tove bjó í áratugi með konu, en samkynhneigð var bönnuð með lögum í heimalandi hennar þar til árið 1971. Sambýliskona hennar var Tuulikki Pietilä, teiknari og prófessor, en í Tikka-tú í Múmínálfunum þykjast menn sjá hennar stað.