Vesturport er íslenskur leiklistar hópur, stofnaður 18. ágúst 2001.[1] Hópurinn hefur sett upp leikverk í Bandaríkjunum, Evrópu, Asíu, Suður Ameríku, Tasmaníu og Ástralíu. Hópurinn vann evrópsku leiklistarverðlaunin fyrir frumleika, nýsköpun og framlag til leiklistar árið 2011.[2]
Á stofndegi hópsins var leikverkið Discopigs sett upp. Hópurinn setti á næstu þremur árum upp leikverkin Lykill um hálsinn, Titus Andronius og Mr. Man.[1] Hópurinn fór þó ekki í útrás fyrr en 2004 með verkið Rómeo og Júlía. Romeó og Júlía var frumsýnt á Íslandi 20. nóvember 2002 og 18. nóvember 2004 í Playhouse Theatre, London.[3] Í kjölfarið var verkið sýnt í Þýskalandi, Póllandi, Noregi og Finnlandi.[4]
2004 setti félagið upp verkið Brim og fékk Jón Atli Jónasson Grímuverðlaunin sama ár sem leikskáld ársins.[5] Síðar var gerð kvikmynd byggð á sama verki sem fékk sex Edduverðlaun fyrir hljóð ársins, leikonu í aðalhlutverki, tónlist ársins, bíómynd ársins, kvikmyndatöku ársins og klippingu ársins.[6] Seinna á árinu, þann 30. apríl 2004 frumsýndi leikfélagið fyrsta leikhúsverk Víkings Kristinssonar Kringlunni rústað.[7]
Á árinu 2008 frumsýndi hópurinn verkin Kommúnan og Love í Borgarleikhúsinu og Dubbeldelush í Leikfélagi Akureyrar. 15. október setti hópurinn upp verkið Woyzeck í BAM (Howard Gilman óperuhúsinu), New York, Brooklyn, Bandaríkjunum.[8] Ári síðar var hópurinn kominn til Tasmaníu til að frumsýna Hamskiptin í samstarfi við Breska leikhúsið Lyric Hammersmith.[9] Tónlistarmennirnir Nick Cave og Warren Ellis urðu meðlimir hópsins frá því að þeir tóku að sér tónlistar smíðar fyrir Woyzeck 2005 og aftur fyrir Hamskiptin 2006. Þeir voru aftur kallaðir til leiks til að semja tónlist fyrir leikverkið Faust sem var síðar sett upp í London - Ludwigshafen, Germany - St. Petersburg, Russia - S-Korea - BAM, NYU.[10]
2010 fékk hópurinn frábæra gagnrýni í New York Times fyrir leikverkið Hamskiptin, sem auk vinsældir hópsins.[11]Sama ár fékk félagið Evrópsku leiklistarverlaunin fyrir frumleika, nýsköpun og framlag sitt til leiklistar í Evrópu. Samhliða verðlaunaafhendingunni setti félagið upp leiksýningarnar Faust og Hamskiptin.[2]
Heimildir