Norðurlöndin
Fánar þeirra ríkja sem tilheyra Norðurlöndunum
Norðurlöndin er samheiti sem notað er yfir fimm lönd í Norður-Evrópu : Ísland , Finnland , Svíþjóð , Noreg og Danmörku . (Stundum er orðið Skandinavía notað í sömu merkingu.) Lönd þessi eru einnig öll aðildarríki að Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni . Einnig eru sjálfstjórnarlöndin Áland , Færeyjar og Grænland aðilar að ráðinu og ráðherranefndinni.
Danmörk, Finnland og Svíþjóð eru nú aðilar að Evrópusambandinu og Ísland og Noregur nátengd með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu . Sjálfstjórnarsvæðin Færeyjar og Grænland standa utan Evrópusambandsins.
Saga Norðurlanda
Saga Norðurlanda hefur verið samtvinnuð frá upphafi, frá því að ríki fóru að myndast á tíundu öld einkenndust samskipti þeirra lengi vel mest af valdabaráttu, styrjöldum og ágreiningi.
Tengt efni
Aðildarríki Áheyrnarríki Embætti