Ágúst Beinteinn Árnason (fæddur 12. desember 2001), betur þekktur sem Gústi B, er íslenskur tónlistarmaður, samfélagsmiðlastjarna, leikari og plötusnúður.
Hann lék í leiksýningum í Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og Gaflaraleikhúsinu. Hann fór einnig með hlutverk Míós í útvarpsleikritinu „Elsku Míó minn“.[1][2][3]
Meðfram leikhússtörfunum birtist hann í kvikmyndum og þáttaröðum og má þar nefna Hraunið, Ungar, Sattu með þér og Hann. Árið 2018 gaf hann út lagið Veisla[4] og síðar lagið Ís. Þessi lög fengu yfir 100.000 spilanir og árið 2019 hitaði Ágúst upp fyrir raftónlistar-dúóið Hare Squead og síðar meir fyrir dönsku rapparana Emil Stabil og Pattesutter árið 2020.
Í lok febrúar 2021 gaf Ágúst út lagið Fiðrildi ásamt tónlistarmyndbandi en myndbandið var frumsýnt á Vísi.[5][6]
September 2021 hitti Gústi á Youtube-stjörnuna Logan Paul þegar hann heimsótti Ísland.[7]
Gústi B hefur fengið yfir milljónir spilana samanlagt á myndböndin sín á samfélagsmiðlinum TikTok en þar frumsýndi hann refinn Gústa Jr., sem er gæludýr Gústa B. [8][9][10][11][12]
Tilvísanir