Swissair var svissneskt flugfélag sem varð til við samruna Balair og Ad Astra Aero árið 1931. Höfuðstöðvar flugfélagsins voru á Zürich-flugvelli og í Kloten. Lengst af á 20. öld var flugfélagið eitt af þeim stærstu í heimi. Dýr útþenslustefna á síðari hluta 10. áratugarins og síðan niðursveifla í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001 urðu til þess að félagið varð gjaldþrota 31. mars árið 2002. Fyrrum starfsmenn fyrirtækisins stofnuðu Swiss International Air Lines sem Lufthansa tók yfir árið 2005.