Klakki

Klakki (áður Exista)
Rekstrarform Hlutafélag
Stofnað 2001
Staðsetning Reykjavík, Ísland
Lykilpersónur Lýður Guðmundsson stjórnarformaður, Erlendur Hjaltason forstjóri, Sigurður Valtýsson, forstjóri
Starfsemi Rekstur fyrirtækja, fjárfestingar, eignaleiga, tryggingar, o.fl.
Vefsíða www.klakki.is
Merki Exista; Klakki hefur nýtt merki.

Klakki (áður Exista) er íslenskt fjármálaþjónustufyrirtæki stofnað í júní 2001. Það var eitt stærsta íslenska fyrirtækið mælt í eigin fé. Fyrirtækið var skráð á íslenskan hlutabréfamarkað í september 2006.[1] Klakki var þekkt sem Exista þangað til að ákveðið var á hluthafafundi að breyta um nafn í september 2011.[2]

Meðal eigna Klakka eru 23% hlutur í Vátryggingafélag Íslands (móðurfélagi Líftryggingafélags Íslands hf.) og Lýsing.

Meðal eigna Exista voru Vátryggingafélag Íslands, Lífís og Lýsing, sem Exista átti að öllu leyti; fjórðungshlutur í Kaupþingi Banka, 39,6% í Bakkavör Group og var stærsti hluthafinn í Símanum með 43.6% hlut.

Saga

Exista var skráð á markað í Bretlandi í júní 2006.[3] Í febrúar 2007 tilkynnti fyrirtækið methagnað upp á ríflega 37 miljarða króna.[4] Jafnframt voru tilkynnt kaup á hlutum í finnska tryggingafélaginu Sampo Oyj að andvirði um 170 milljarða króna, samanlagður hlutur Exista er því 15,48% í fyrirtækinu.[5]

Í ágúst 2007 lauk Exista lántöku upp á 43 milljarða króna (~€500 milljónir). Mikil eftirspurn var hjá bankastofnunum eftir þáttöku og var því ákveðið að hækka lánsfjárhæðina um 300 milljónr króna. Alls tóku 27 bankar frá 12 löndum þátt í sambankaláninu. Umsjónarbankar eru Bayerische Landesbank, Fortis Bank, HSH Nordbank og Raiffeisen Zentralbank Österreich.[6]

Í byrjun árs 2008 féll úrvalsvísitalan, sem er vísitala byggð á gengi hlutabréfa 15 verðmætustu íslensku fyrirtækjanna, nokkuð hratt. Verðmæti Exista féll sömuleiðis. Sérfræðingur sænska blaðsins Dagens Industri skrifaði grein um fyrirtækið og sagði það vera mjög skuldsett og eiga í erfiðleikum. [7]

Tilvísanir

  1. „Skráning Exista einn af hápunktum ársins“. Sótt 9. febrúar 2007.
  2. „Exista heitir nú Klakki“. Sótt 19. september 2011.
  3. „Brothers steer Exista to market“. 19. júní 2006.
  4. „Hagnaður Exista fram úr vonum“. Sótt 9. febrúar 2007.
  5. „Exista eignast 15,48% hlut í Sampo“. Sótt 9. febrúar 2007.
  6. „Exista tekur 43 milljarða lán“. Sótt 31. ágúst 2007.
  7. „Sænskur sérfræðingur segir Exista í kröppum dansi“. Sótt 8. janúar 2008.

Tenglar

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!