Björgvin Guðni Sigurðsson (fæddur 30. október 1970) er stjórnmálamaður menntaður í sagnfræði og heimspeki.
Hann var fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis fyrir Samfylkinguna á árunum 2003 til 2013 og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Björgvin sagði af sér vegna pólitískrar ábyrgðar sinnar á bankahruninu. Hann bað stjórn og forstjóra Fjármálaeftirlitsins að segja af sér störfum sömuleiðis.
Björgvin var fyrst kjörinn á þing í kosningunum 2003 en hafði áður starfað sem framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar og þingflokksins og kosningastjóri í Alþingiskosningunum 1999 og sveitarstjórnakosningunum 2002.
2014 var hann ráðinn sveitarstjóri í Ásahreppi á Suðurlandi.[1]