The Amazing Race

Kapphlaupið Mikla (enska: The Amazing Race) er raunveruleikaþáttur þar sem tveggja manna lið sem hafa hin ýmsu tengsl, ferðast um heiminn í keppni við önnur lið. Keppendur leitast við að koma fyrstir á „áfangastað“ (pit stop) í lok hvers áfanga til að vinna verðlaun og komast hjá því að verða síðust en þá er möguleiki á því að liðið detti úr keppni eða að næsti áfangi verði erfiðari en ella. Keppendur ferðast um og til margra mismunandi landa með hinum ýmsu ferðamátum, m.a. flugvélum, leigubílum, bílaleigubílum, lestum, strætisvögnum, bátum og fótgangandi. Vísbendingar leiða liðin áfram að næstu vísbendingu eða segja til um ákveðið verkefni, annaðhvort saman eða aðeins annar aðilinn. Þessi verkefni eru tengd menningu landsins með liðin eru í þá stundina. Liðin eru felld úr keppni þar til aðeins þrjú standa eftir; á þeim tímapunkti er það, það lið sem kemur fyrst á áfangastað sem vinnur milljón dali.

Þátturinn var búinn til af Elise Doganieri og Bertram van Munster, og fór upphaflega þáttaröðin í loftið í Bandaríkjunum árið 2001 og hefur verið sýndur síðan þá og hefur fengið átta Emmy verðlaun, m.a. sem framúrskarandi raunveruleikaþáttur. Phil Keoghan hefur verið stjórnandi þáttanna frá byrjun. Þátturinn hefur breytt úr sér til hinna ýmsu landa sem hafa framleitt sína eigin útgáfu af þættinum.

Kapphlaupið

Lið

Oftast eru ellefu lið í kapphlaupinu. Hvert lið er tveggja manna með ákveðin sambönd, svo sem, í ástarsambandi, gift og fráskilin pör (bæði gagnkynhneigð og samkynhneigð pör), ættingjar svo sem systkini og foreldri og barn, æskuvinir og vinnufélagar. Mikið álag er á þessi sambönd í gegnum keppnina og er einblínt á það í þættinum og er því oft lýst af liðunum í viðtölum sem voru tekin áður, á meðan og eftir keppnina, og í gegnum samræður við stjórnanda þáttarins þegar liðin komast á áfangastað.

Í fyrstu var það skilyrði að liðsfélagar hefðu þekkst í meira en þrjú ár, og ekki mátt taka þátt í öðrum kapphlaupum af þessu tagi. En þessum reglum hefur ekki alltaf verið fylgt: Dustin og Kandice í þáttaröðum 10 og 11, þekktu hvor aðra úr fegurðarsamkeppnum, og úr þáttaröðum 9 og 11, Eric og Danielle, sem kynntust fyrst í kapphlaupinu, byrjuðu síðan ástarsamband og voru beðin um að vera í All-Star þáttaröðinni. Hver og einn keppandi verður að vera af ákveðnu þjóðerni og standast ákveðnar reglur um aldur; þetta er nauðsynlegt til að liðin geti ferðast um heiminn með hin réttu skjöl án einhverra vandræða.

Tegund liðanna hefur breyst í einhverjum þáttaröðum. Fjórar þáttaraðir voru með tólf tveggja manna lið, þegar Fjölskyldu-kapphlaupið hafði tíu fjögurra manna lið, m.a. ung börn.

Peningar

Í byrjun hvers áfanga kapphlaupsins, fær hvert lið vasapeninga í seðlum ásamt fyrstu vísbendingunni. Í hverjum áfanga, öll útgjöld (matur, ferðamáti, gisting, aðgangseyrir, vistir) eiga að vera borguð með þessum peningum. Valin verkefni krefjast einnig þess að liðin þurfi að nota peningana sína til að klára verkefnið. En liðin fá kreditkort sem þau nota til að kaupa flugmiða (og í fjölskylduútgáfunni til þess að kaupa bensín). Í fyrstu þáttaröðunum máttu liðin nota kreditkortin til að taka frá flug utan flugvallarins eða á ferðaskrifstofu en nú er það ekki leyft.

Þessir peningar eru oftast gefnir í þeirri mynt landsins sem keppendurnir eru frá; Bandaríska útgáfan gefur í bandarískum dollurum. Nema einu sinni þá voru peningarnir gefnir í víetnamskri mynt í byrjun þess áfanga. Upphæðin er mismunandi frá einum áfanga til annars og hefur verið frá hundrað dollurum niður í ekki neitt. Liðin mega halda þeim peningum sem það notar ekki í áfanganum til að nota í næstu áföngum.

Ef lið notar alla peningana sína eða hefur misst alla peningana sína í áfanga þar sem enginn dettur út, mega þau reyna að fá peninga á hvaða hátt sem er, svo framarlega sem þau brjóta ekki lög. Þau mega m.a. fá lánaða peninga frá öðrum liðum, betla frá heimamönnum eða selja eigur sínar. Frá því í sjöundu þáttaröð hefur verið bannað að betla peninga í bandarískum flugstöðvum. Lið mega ekki nota þeirra eigin eigur til að eiga vöruskipti fyrir þjónustu.

Lið hafa sagt frá því að til sé neyðarsjóður sem inniheldur um 200 Bandaríkjadali og er hann í vörslu tökuliðsins og má aðeins nota hann í mjög miklum neyðartilfellum, en ekki til þess að borga fyrir eitthvað sem tengist kapphlaupinu. Þó er nákvæm upphæð ekki þekkt, eða nákvæmar aðstæður sem má nota sjóðinn.

Leiðarvísar

Leiðarvísar eru fánar í ákveðnum litum sem merkir þá staði sem liðin eiga að fara á. Flestir leiðarvísar eru festir við kassana sem innihalda umslögin með vísbendingunum, en sumir merkja þann stað sem liðin verða að fara á til að klára verkefni, eða notuð til að merkja þá leið sem liðin eiga að fylgja.

Upphaflegu leiðarvísarnir sem voru notaðir í 1. þáttaröðinni voru litaðir gulir og hvítir. Þeim var síðan breytt og eru núna gulir og rauðir. Stundum er notuð önnur litasamsetning en það er fyrir sérstaka áfanga, þáttaraðir eða aðrar útgáfur af kapphlaupinu.

Vísbendingar

Þegar lið byrja áfangann, koma að leiðarvísum, eða ljúka ákveðnu verkefni, fá þau venjulega umslag sem þau rífa upp og inniheldur næstu vísbendingu þeirra í lóðréttri möppu. Vísbendingarnar sjálfar eru oftast prentaðar á lóðréttan strimil, þó að stundum eru auka upplýsingar inni í umslaginu. Eftir að hafa fengið vísbendinguna, opna liðin umslagið og lesa upphátt leiðbeiningarnar sem eru gefnar og fylgja þeim upplýsingum. Liðin þurfa að fá hverja einustu vísbendingu í hverjum áfanga og hafa þær upplýsingar með sér þangað til þau komast á næsta áfangastað, og láta þær frá sér þegar þau hafa haldið áfram.

Við leiðarvísa eru vísbendingaumslögin í kassa. Í fyrri þáttaröðum innihélt kassinn jafnmargar vísbendingar og liðin voru mörg, sem leyfði liðunum að telja út í hvaða sæti þau væru í áfanganum. Í nýrri þáttaröðum hafa verið sett aukaumslög í kassann til þess að koma í veg fyrir þetta.

Leiðar-upplýsingar

Leiðar upplýsingar segja liðunum til um hvert þau eiga að fara næst. Vísbendingin segir oftast aðeins til um nafnið á næsta áfangastað (ekki endastöð áfangans) en það er undir liðinu komið hvernig það kemur sér þangað. Undartekning er gerð í fyrstu áföngum hverrar keppni, þar sem lögð eru til flug sem liðin geta tekið, ásamt flugmiðunum fyrir ofangreind flug. Það er undir hverju liði komið hvort það tekur flugið sem er lagt til eða eitthvað annað. Leiðar-upplýsingar vísbendingar geta gefið nánari upplýsingar um hvernig liðin eiga að ferðast, t.d. gangandi, í lest eða með flugvél. Leiðar-upplýsingarnar geta líka leiðbeint liðum að fara á ákveðna staði, m.a. ákveðinn stað í annarri borg eða landi, annan stað innan sömu borgar, endastöð áfangans eða endastöð kapphlaupsins. Þessar upplýsingar geta einnig gefið snúnar upplýsingar um næsta stað og þá þurfa liðin að komast sjálf að því hvert þau eiga að fara. T.d. er liðunum gefinn fáni ákveðins lands og sagt að fara til þessa lands eða sagt að fara til vestasta punkts á meginlandi Evrópu.

Heimildir

Fyrirmynd greinarinnar var „The Amazing Race“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt febrúar 2010.

  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!