Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni.
Hallveig - Ungt jafnaðarfólk í Reykjavík er ungliðahreyfing Samfylkingarinnar í Reykjavík og var stofnuð árið 2001. Hreyfingin er opinn og lýðræðislegur vettvangur fyrir skapandi umræður og félagsstarf ungs jafnaðar- og félagshyggjufólks.
Starf hreyfingarinnar byggist á grunngildum jafnaðarstefnunnar um frelsi, jafnrétti og samstöðu.
Saga félagsins
Félagið var upprunalega stofnað árið 1969 sem félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og var þá aðildarfélag að Alþýðuflokknum.[heimild vantar] Var félagið endurreist árið 2001 og þá sem aðildarfélag að Samfylkingunni og sem aðildarfélag Ungra jafnaðarmanna (á landsvísu)[1].
Í Hallveigu Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík er skráðir um 2000 félagar á aldrinum 16 - 35 ára.
Stjórn
Í stjórn Hallveigar eiga sæti forseti og allt að 9 meðstjórnendur. Stjórn skiptir með sér verkefnum á fyrsta fundi eftir aðalfund og skipar minnsta kosti í stöður varaforseta og gjaldkera.