Arnold Schwarzenegger

Arnold Schwarzenegger (2010)

Arnold Schwarzenegger (f. 30. júlí 1947) er bandarískur stjórnmálamaður, leikari og fyrrverandi heimsmeistari í vaxtarrækt. Hann er fyrrum fylkisstjóri Kaliforníu

Schwarzenegger er fæddur og uppalin í Thal í Austurríki. Aðeins 20 ára gamall var hann fyrsti maðurinn til þess að vinna vaxtarræktartitilinn Hr. Alheimur og vann hann alls 12 titla á sínum vaxtarræktarferli. Árið 1968 flutti hann til Bandaríkjanna með það markmið að slá í gegn í Hollywood og rættist úr þeim draumi hans árið 1970 þegar hann lék í kvikmyndinni Hercules in New York og reis frægðarsól hans hæst með kvikmyndinni Terminator 2: Judgement day.

Árið 1986 giftist hann fréttakonunni Maria Shriver og eiga þau saman fjögur börn.[1]

Arnold Schwarzenegger er vegan.[2]

Pólitískur ferill

Árið 1983 hlaut hann bandarískan ríkisborgararétt og hefur nú bæði bandarískan og austurrískan ríkisborgararétt. Árið 2003 tilkynnti hann framboð sitt til ríkisstjóra Kaliforníu í viðtali við Jay Leno. Hann bauð sig fram fyrir hönd repúblikana en þykir þó heldur frjálslyndur af repúblikana að vera.[3] Seinna það ár vann hann öruggan sigur í kosningunum með rúmlega 48% atkvæða. Hann var endurkjörinn í embætti árið 2006 og gegndi því til ársins 2011.

Hans helstu baráttumál hafa verið heilsu- og líkamsræktarmálefni, en einnig hefur hann lagt mikla áherslu á að koma fjármálum Kaliforníu á rétta braut, en þetta fjölmennasta ríki Bandaríkjanna hefur staðið frammi fyrir gríðarlegum fjárlagahalla undanfarin ár.[4]

Heimildir

  1. „Office of Governor Arnold Schwarzenegger“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. nóvember 2010. Sótt 23. september 2010.
  2. „Arnold Schwarzenegger Has Revealed His Go-To Proteins Now That He's 80% Vegan“. Men's Health (bresk enska). 14. júní 2023. Sótt 25. október 2024.
  3. White, Deborah. „Arnold Schwarzenegger, California's Newest Democrat“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. júní 2010. Sótt 23. september 2010.
  4. „California's Gold Rush Has Been Reversed“. Sótt 23. september 2010.

Tenglar

erlendir


Fyrirrennari:
Grey Davis
Ríkisstjóri Kaliforniu
(2003 – 2011)
Eftirmaður:
Jerry Brown


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum og Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!