Ríkisstjórn Íslands er handhafi framkvæmdavalds í íslensku stjórnkerfi. Þegar Ísland fékk heimastjórn árið 1904 var framkvæmdavaldið flutt frá Danmörku til Íslands og segja má að þá hafi ríkisstjórn Íslands orðið til. Hannes Hafstein fór fyrir fyrstu ríkisstjórn Íslands og var reyndar eini meðlimur hennar, hann gegndi embætti Íslandsráðherra (ráðherra Íslandsmála). Síðar urðu ráðherrarnir þrír og fjölgaði þeim jafnt og þétt á 20. öldinni og mest í 12.