Ráðuneyti Emils Jónssonar sem sat frá 23. desember1958 til 20. nóvember1959. Var hún vinstrisinnuð minnihlutastjórn sett saman af Alþýðuflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn studdi stjórnina. Með tilstyrk Alþýðubandalagsins var breyting á kjördæmaskipan samþykkt, en hún var fram að því Framsóknarmönnum mjög í hag. Þar sem breyting á kjördæmaskipan fól í sér stjórnskrárbreytingu þurfti að rjúfa þing og kjósa aftur. Kosning fór fram í júní og á næsta þingi var kjördæmabreytingin endanlega samþykkt. Aftur var þing rofið og blásið til kosninga í október eftir nýrri skipan.