31. mars - Hersveitir Alassane Ouattara héldu inn í höfuðborg Fílabeinsstrandarinnar til að setja forsetann, Laurent Gbagbo, af eftir að hann hafði neitað að viðurkenna tap í forsetakosningum árið áður.
22. júlí - Mannskæð hryðjuverk voru framin í Noregi, fyrst með sprengjuárás á stjórnarbyggingar í Osló og skömmu síðar með skotárás á samkomu ungmennahreyfingar í Útey. 77 manns létu lífið. Öfgamaðurinn Anders Behring Breivik var handtekinn á staðnum fyrir að standa á bak við árásirnar.
18. október - Ísrael og hin palestínsku Hamas-samtök höfðu fangaskipti, þar sem Ísrael leysti 1027 palestínska fanga úr haldi í skiptum fyrir að Hamas leystu hermanninn Gilad Shalit úr gíslingu.
20. október - Aðskilnaðarhreyfing Baska, ETA, lýsti yfir að 43 ára pólitískri hryðjuverkastarfsemi, sem hafði orðið yfir 800 manns að bana á 43 árum, væri lokið.
27. október - Skuldakreppan í Evrópu: Evrópusambandið tilkynnti um 50% afskriftir grískra skuldabréfa, endurfjármögnun banka og hækkun björgunarsjóðs sambandsins í 1 billjón evra.
29. nóvember - Hópur mótmælenda réðist inn í sendiráð Bretlands í Teheran og lögðu það í rúst vegna viðskiptaþvingana sem Bretland hafði sett á Íran vegna kjarnorkuáætlunar landsins.
30. nóvember - Bretland sleit stjórnmálasambandi við Íran eftir árás á sendiráð landsins í Teheran.
Desember
Hugmynd listamanns um útlit Kepler-22b.
5. desember - Stjörnufræðingar uppgötvuðu plánetuna Kepler-22b sem líkist jörðinni að ýmsu leyti.
13. desember - Tveir senegalskir götusalar létust og margir slösuðust í skothríð á tveimur mörkuðum í Flórens á Ítalíu. Árásarmaðurinn var hægriöfgamaður sem framdi sjálfsmorð í kjölfarið.
29. desember - Eyríkin Samóa og Tókelá færðu sig vestur yfir daglínuna og slepptu úr einum degi (30. desember), til að flytjast yfir á tímabelti sem hentar viðskiptahagsmunum þeirra betur.