Eftirfarandi er listi yfir íslenskar kvikmyndir. Taldar eru upp þær kvikmyndir sem höfðu aðalframleiðslu á Íslandi og eru ekki styttri en 45 mínútur.
Þannig er Í skóm drekans ekki á þessum lista því hún er heimildarmynd, hins vegar er hún á listanum yfir íslenskar heimildarmyndir. Einnig er Litla lirfan ljóta ekki á listanum því hún er aðeins 28 mínútur og telst því stuttmynd, hana má hins vegar finna á listanum yfir íslenskar stuttmyndir. Ýmsar aðrar myndir gætu ef til vill talist íslenskar vegna tengsla þeirra við Ísland, til dæmis er kvikmyndin Hadda Padda stundum kölluð fyrsta íslenska kvikmyndin, en hún er ekki á þessum lista því hún er strangt til tekin framleidd í Danmörku þótt að hún hafi verið tekin upp á Íslandi og margir Íslendingar unnið við hana, sú mynd er á listanum yfir kvikmyndir tengdar Íslandi. Silný kafe er einnig á þeim lista því hún var meðframleidd af Íslendingum og var leikstýrt af Íslendingi.
Kvikmyndir.is
Steinþór Hróar Steinþórsson
Örn Marinó Arnarson
Karolina Lewicka