Sumarólympíuleikarnir 2000 voru haldnir í Sydney í Ástralíu frá 15. september til 1. október 2000.
Keppt var í 300 greinum. Fjöldi keppna í einstökum íþróttaflokkum er gefinn upp í sviga.
Íslendingar sendu átján íþróttamenn til Sidney, jafn marga af hvoru kyni.
Sundmennirnir voru níu talsins. Bestum árangri náði Örn Arnarson, sem varð fjórði í 200 metra baksundi og tíundi í 200 metra skriðsundi.
Ísland tefldi fram einum keppanda í siglingum, fimleikum og skotfimi.
Í frjálsum íþróttum voru keppendur Íslands sex talsins en tugþrautarkappinn Jón Arnar Magnússon og Maraþonhlauparinn Martha Ernstsdóttir gátu hvorugt lokið keppni vegna meiðsla.
Guðrún Arnardóttir komst í úrslit í 400 metra grindahlaupi og hafnaði í sjöunda sæti. Sá árangur féll þó í skuggann af árangri Völu Flosadóttur sem stökk 4,50 metra í stangarstökki og vann til bronsverðlauna.