Við byrjunarslag þarf sá sem slær að standa utan endalínu og með skýrum hætti öðru hvoru megin við miðlínu. Sá sem slær þarf að hitta inn í kassa (sendireit) sem er ská á móti til þess að byrja stigið. Tvö ógild upphafsslög í röð gera tapað stig með þeirri undantekningu að net og yfir ógildir einungis slagið en telur ekki til tapaðs stigs.