Kristján 8. var sonur Friðriks erfðaprins, sem var bróðir Kristjáns 7. Hann giftist 1806Karlottu Friðriku af Mecklenburg-Schwerin, frænku sinni, en hjónaband þeirra var óhamingjusamt. Karlotta Friðrika fæddi son 1808, sem síðar varð Friðrik 7. Þegar Kristján komst að því að Karlotta Friðrika átti í ástarsambandi við franskan söngkennara sinn og tónskáldið Edouard du Puy, batt hann enda á hjónabandið og henni var meinað að sjá son sinn. Hún vistaðist eftir það í Horsens. Þann 22. maí1815 kvæntist Kristján 8. Karólínu Amalíu (Caroline Amalie). Þau áttu engin börn.
Á valdatíma Kristjáns 8. jókst mjög andstaðan við einveldið.