Eiríkur blóðöx

Eiríkur Blóðöx
Mynt slegin í Jórvík á Englandi með nafni Eiríks meðan hann ríkti þar sem konungur
Fæddur
Eiríkur Haraldson

895 Staður óþekktur
Dáinn
Stainmore Jórvík 954
DánarorsökDrepinn, líklega af Ólafi Sigtryggssyni
TímabilNoregur 931 - 935 Norðymbraland 947-954
Þekktur fyrirKonungur Noregs.
Konungur yfir Norðymbralandi.
Bræðravíg
MakiGunnhildur kóngamóðir
BörnHaraldur Gráfeldur

Guðröður Eiríksson
Gamli Eiríkson
Ragnhildur Eiríksdóttir
Erlingur Eiríksson
Guttormur Eiríksson
Ragnfreð Eiríksson

Sigurður Sleva
ForeldrarHaraldur hárfagri (faðir)
Ragnhildur Eiríksdóttir (móðir)

Eiríkur 1. blóðöx eða Eiríkur blóðöx Haraldsson (d. 954) var konungur Noregs á árunum 933 til um 935. Hann var sonur Haraldar hárfagra og Ragnhildar hinnar ríku og sá eini af fjölmörgum sonum Haraldar sem átti tiginborna móður. Ættir móður hans kunna að hafa verið ástæða þess að hann var gerður að nokkurs konar yfirkonungi en sumir bræður hans urðu fylkiskonungar og undir hann settir. Ekki heppnaðist það fyrirkomulag þó vel og samkvæmt því sem segir í Heimskringlu drap Eiríkur alls fimm bræður sína.

Hann þótti óvæginn og var illa liðinn og einnig drottning hans Gunnhildur kóngamóðir, sem kölluð er Össurardóttir í Heimskringlu en samkvæmt Historia Norvegiæ er hún dóttir Gorms gamla Danakonungs. Fáeinum árum eftir að Eiríkur tók við ríkjum kom hálfbróðir hans, Hákon Aðalsteinsfóstri, til Noregs en hann hafði alist upp hjá Aðalsteini Englandskonungi. Eiríkur hraktist þá úr landi. Hann varð síðar konungur yfir Norðymbralandi á Englandi og sat í Jórvík (York), en Gunnhildur var mest í Danmörku með fjórum sonum þeirra, sem gerðu hvað eftir annað út herleiðangra og reyndu að ná ríkinu af Hákoni. Einn þeirra, Haraldur gráfeldur, varð Noregskonungur eftir lát Hákonar.


Fyrirrennari:
Haraldur hárfagri
Konungur Noregs
(933 – um 935)
Eftirmaður:
Hákon Aðalsteinsfóstri


  Þetta æviágrip sem tengist sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  Þessi Noregsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!