Dansk-norska ríkið

Kort sem sýnir umfang Dansk-norska ríkisins um 1780

Dansk-norska ríkið var ríki á árunum 1536 til 1814. Kalmarsambandið leið undir lok við það að Svíþjóð gekk út úr því þannig að eftir urðu Danmörk og Noregur ásamt þeim löndum sem stóðu í konungssambandi við Noreg, sem á þeim tíma voru Ísland, Færeyjar og Grænland (að nafninu til). Þetta ríki var kallað Dansk-norska ríkið en stundum var talað um Danska ríkið eða Danaveldi því miðstöð stjórnsýslunnar var í Kaupmannahöfn, höfuðborg Danmerkur. Konungur þurfti eftir sem áður að leita samþykkis þings hvers lands um sig, fram að erfðahyllingunni, en í reynd var það einungis formsatriði.

  Þessi sögugrein sem tengist Noregi og Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!