Fossvogsdalur gengur inn frá voginum og um hann rennur lækur sem fellur í litlum flúðafossi niður í sjó og af honum er talið að dalurinn og vogurinn dragi nafn sitt. Fossvogshverfi er í Fossvogsdal (Reykjavíkurmegin) inn af Fossvogi.
Náttúra og dýralíf
Fossvogurinn er í skjóli fyrir hafátt og því gætir þar sjaldan sjáfarágangs. Í honum eru bæði þangvaxin hnullungafjara, aðallega sunnan megin, Kársnesmegin og um sjö hektara fínkornóttar leirur fyrir botni hanns sem myndast hafa við framburð lækjarins ásamt lífrænum leyfum í sjónum. Eins grefur sjórinn stöðugt úr Fossvogsbakkanum sem er í botni hanns og norðan megin og mylur hann niður í fjörunni.
Smádýralíf
Vogurinn er grunnur og kemur þangfjarann og leiran alveg úr kafi á stórstraumsfjöru. Bæði leiran og þangið er ríkt af smádýrum svo vogurinn er kjörlendi margra tegundir fugla. Eins er ylur í læknum sem gerir það að verkum að ósinn leggur sjaldnast á vetrum.[1]
Fossvogsleira innst í Fossvogi er um 5,5 hektarar. Mikið fuglalíf er við Fossvoginn og þar eru mest áberandi landfuglar eins og skógarþröstur og stari sem sækja í Fossvogskirkjugarð og Öskjuhlíð og sjó- og fjörufuglar sem nýta voginn sjálfan og Fossvogsleiruna.
Árið 2012 var hluti Fossvogs og Kópavogs (það er vogurinn) friðlýst sem búsvæðavernd. Friðlýsta svæði skiptist í tvo hluta, annars vegar eru 39 hektarar í Kópavogi og hinsvegar 24 hektarar í Fossvogi, alls um 63 hektarar. Markmiðið með friðlýsingunni er að vernda lífríki við ströndina, í fjöru og á grunnsævi, þar sem megi finna afar fjölbreytt fuglalíf allan ársins hring. Þá er einnig markmið að vernda útivistar-og fræðslugildi svæðisins.[7]
Fossvogsbakkar
Svæðið við ströndina norðanmegin í Fossvoginum, frá Nauthólsvík inn í botn vogsins að læknum, nefnast Fossvogsbakkar og eru þar merkileg jarðlög, svokölluð Fossvogslög, með steinrunnum skeljum og fleiri dýraleifum frá ísaldarlokum. Ennþá lifa margar þessara tegunda við Ísland í dag og þar á meðal í Fossvoginum, sem dæmi til dæmis smyrslingur, hallloka, beitukóngur, hrúðurkarlar, svo ætla má að á þeim tíma sem þau mynduðust hafi verið svipað hitastig og nú er. Fossvogsbakkar voru friðlýstir sem náttúruvætti árið 1999.[8]