Þeir lifa mest á leirum og er algeng sjón að sjá þegar fjara er og leiran kemur úr kafi litlar úrganghrúgur eftir þá á víð og dreif um leiruna. Það er vegna þess að þeir lifa oftast í u-laga göngum þar sem þeir neita fæðu sem þeir vinna úr sandi og leðju á yfirborðinu úr öðru gatinu en losa sig við úrgang úr hinni. Sandmaðkurinn er setæta og tekur til sín mikið magn af seti sem fer í gegnum meltingarveg hanns en hann nærist á leifum lífvera í setinu. Hann rekur svo afturendann upp úr leðjunni á um það bil 40 mínútna fresti til að losa sig við úrgang.[2] Þeir sjást því sjaldan þar sem þeir dvelja mest ofan í göngum sínum, nema ef fólk grefur þá upp úr sandinum fyrir forvitnissakir eða til að nota í beitu, en þeir voru mikið notaðir sem slíkir áður fyrr.[3]
Útlit
Fullvaxta ormar við strendur Evrópu verður upp undir 15 sentimetra langur og 9 millimetrar á breidd. Aftur á móti geta nokkrar tegundir þeirra við strendur Norður-Ameríku verið milli 5 til 20 sentimetra langir. Sandmaðkur er einn stærsti og algengasti burstormurinn við Íslandsstrendur. Líkamar þeirra eru eins liðskiptir líkt og land liðdýra, sem dæmi ánamaðka. Stundum eru þeir grænleitir en oftast rauðgulir. Er þá endi höfuðs þeirra er svarraut og ekki með totum né burstum en svo þykknar búkurinn og verður rauður og alsettur totum og burstum eins og hjá öðrum burstormum en þær eru jafnframt öndunarfæri dýrsinns. Síðan grennist hann og endar í rauðgulum hala.[4][5]
Æxlun
Sandmaðkurinn er tvíkynja, það er að segja er með kynfæri beggja kynja.[6][7] Á haustin senda þeir egg og sæði út í sjóinn en það þarf sæði frá einum maðki til þess að frjóvga egg frá öðrum, það er þeir geta ekki æxlast með sjálfum sér.[8]
Fæða annarra dýra
Sandmaðkurinn sem og aðrir burstaormar eru algeng fæða fugla sérstaklega þeirra sem eru neflangir eins og Tjaldur sem dæmi. Þeir toga þá oftast í hala maðksins og slíta hann af en honum verður ekki meint af því því hann vex aftur.[9]